Golfmót næstu helgi??
Ég var að flakka í gegnum mótaskránna og tók þá eftir því að það eru 2 opin mót núna næstu helgi, annað í Vestmannaeyjum og hitt í Grindavík. Ég get svo sem trúað því að völlurinn í Eyjum sé tilbúinn til að þola golfmót, enda varla búið að frysta þar í vetur, en Grindavík!? Ég held að Golfklúbbur Grindavíkur (heitinn) sé alveg að missa það, því ég sá líka í mótskránni að þeir eru með 5 mót í apríl, er einhver í GG hérna sem veit hvort að þetta sé rétt. Þeir eru nú orðnir þekktir fyrir það að takast að eyðileggja völlinn alltaf á vorin, en á gjörsamlega að ganga frá honum núna?….. en hvað segir fólkið, á að skella sér í mót um helgina?