Ég sé að hann heldur á nýja Scotty Cameron pútterinum sem kallast Futura og er að fá góða dóma á US PGA Tour. Aðeins nýlega er búið að gefa grænt ljós á hann frá R&A og USGA og menn eins og Scott og Phil Mickelson hafa verið að testa hann.
Ég fann frekari upplýsingar um pútterinn og þær eru hér:
http://www.scottycameron.com/sc__7515.htm
Þarna segir að hann hafi verið í þróun í nokkur ár. Persónulega finnst mér hann svolítið líkur Two Ball pútterinum en Futura er bara meira töff.
——————-