Í lítilli grein sem birtist í Daily Mail segir Goosen að golf íþróttin sé að verða alltof auðveld og þar af leiðandi leiðinleg. Segir hann í greininni að gengið hafi allt of langt í þróun kylfa og kúla. Menn þurfa að hafa alltof lítið fyrir hlutunum í dag og þyrfti að lengja velli uppí minnst 8000 yarda til þess að það yrði eitthvað varið í þetta, jafnframt bendir hann á að golfsamböndin hafi verið alltof lin í að koma í veg fyrir þessa “ofþróun” og erfitt verði að snúa til baka.
Sjálfur er ég nokkuð sammála honum, menn þurfa orðið að vera ansi langt undir parinu til að komast eitthvað áfram í keppnum. Spurning hvort ekki þyrfti að grípa inní þessa þróun með fleiri höftum á kylfur og bolta.
En hvað finnst ykkur um þetta?