Ég er að forvitnast hvort einhverjir klúbbar láti konur borga það sama og karlmenn? Það er að segja ef konur eiga ekki mann sem er í golfi. Það væri gaman að vita það!
“Kynjamisrétti!!!”… þetta er eitthvað sem myndi heyrast frá feministum ef karlar myndu borga minna fyrir sömu fríðindi og konur… En svo heyrist ekkert þegar konur borga minna fyrir sömu fríðindi og karlar!! — ég hata feminista!… en svona í alvörunni að þá finnst mér samt þetta vera eðlilegt að konur borgi minna. Upp til hópa þá spila þær minna en við karlarnir, og svo náttla stuðlar þetta að því að fleiri kvennakylfingar séu hér á landi.
Það er rétt hjá þér að þær spila að meðaltali minna en við karlarnir en þegar þær spila (sem er nú alveg nógu oft) þá tefja þær oftast leik fyrir öllum öðrum, þ.e. þegar t.d. fjórar konur eru saman í holli og hugsa meira um að spjalla en að spila golf!!!
Mér finnst eitt fyndið í þessu máli. Hjá GR borga konur minna og óánægja hefur myndast vegna þess. Skýring GR er sú að þær borgi minna því þær spili styttri völl. Þetta finnst mér mjög fyndið því þeir sem spila alltaf á hvítum borga ekki meira en þeir sem spila á gulum.
Annars held ég að þær borgi minna því fyrir nokkrum árum léku svo fáar konur golf. Núna er staðan önnur og því spurning um að endurskoða gjaldheimtuna svo þær nái ekki yfirráðum :)
Mér finnst að Konur og menn ætti að borga jafn mikið og það er ekki víst að konur spili meira en karlar. Þá er það bara þeim að kenna. Upphaflega var þetta til að fá konur í íþróttina og nú er þetta að jafnast betur út. Og ætti ekki að vera munur á milli árgjalda hjá konum og korlum.
Hugsum út í það ef karlar myndu fá ódýrari gjöld ? Það myndi verða allt brjálað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..