Ég hef sett mér þau markmið að æfa markvissara en ég hef gert áður. Forgjaramarkmið er eitthvað sem ég legg ekki mikla áherslu á, því það getur bara sett óþarfa pressu á mann. Í staðinn þá hef ég sett ákveðin markmið um að bæta mig, bæði tæknilega og sálfræðilega, í ákveðnum þáttum í spilinu og undirbúningi. Ef maður æfir sig samviskusamlega og hefur trú á því sem maður er að gera, að þá kemur forgjafarlækkunin að sjálfu sér.
Reynslusaga: :)
Síðasta sumar var ég einmitt í svona forgjafarpælingum og var alltaf rokkandi upp og niður (aðallega upp). Svo svona í seinni hluta júlí þá uppgötvaði ég það að ég væri kominn upp í 5,2 í fgj. en ég byrjaði með 4,3 í byrjun sumars. Þá ákvað ég bara að hætta að pæla í forgjöfinni, og fór í það að æfa bara vippin og púttin(sem voru búin að vera afleit), ásamt því að huga að leikskipulagi betur.Ég fór með því hugarfari í mótin að mér væri skítt sama hvort ég myndi hækka eða lækka, og viti menn, eftir markvissar æfingar og og mikið puð að þá var ég kominn niður í 3,5 í enda ágúst.
En það er náttla persónubundið hvað virkar, málið er bara að sjá hvað er raunhæft, og svo reyna gera aðeins betur en það.