Svo hljómar hún. Leikmaður má ekki pútta bolta í holu meðan hann heldur á flaggstönginni. Þetta er algjört bull. Ég var næstum búinn að bæta við mig einu höggi í meistaramótinu í sumar þegar ég setti boltann um 30 sentímetra frá holu og enginn úr hollinu mín hitti flötina og ég spurði einn gaur úr hollinu mínu hvort ég mætti ekki bara klára, hann sagði, “já já mér er sama” svo þegar ég tek upp stöngina held með vinstri í flaggstöngina og með hægri í pútterinn kallar einn á mig og segir mér að þetta megi ekki.
Ég var nú bara að reyna að spara mér og öðrum tíma en það hefði getað kostað mig eitt eða tvö högg. Þetta fatta ég ekki, ég græði ekkert á því að halda í flaggstöngina, enginn tapar á því að ég haldi í flaggstöngina og völlurinn eyðilegst ekkert á því að ég haldi í flaggstöngina. Hins vegar get ég tapað á því ég get misst púttið. Mér finnst margar reglur í golfinu vera aðeins samdar til þess að fara í taugarnar á öðrum.
Endilega komið með einhverjar greinar sem ykkur finnst að eigi eða eigi ekki að vera í golfi.
Kveðja Gallblaðra.
ég er ekki bara líffæri