Við Íslendingar eigum enga atvinnumenn á topp-mótaröðum heimsins.
Af hverju er það þannig þegar að allar þjóðirnar í kringum okkur Svíar, Danir, Finnar og nú mun meira en áður Norðmenn ná alltaf nokkrum mönnum inn í gegnum Q-school á hverju ári (úrtökumótin)?
Hvað erum við að gera rangt og hverjir af okkar landliðsmönnum haldiði að séu líklegastir til þess að brjóta ísinn sem virðist vera svo þykkur yfir Íslandi. Brjóta hann og komast inn í evrópsku eða PGA mótaröðina.
Þetta verður svo mikið auðveldara þegar einn er búinn að setja fordæmið. Þetta verður að fara að gerast.
Balli