Hvaða 3 kylfingar stóðu sig best á Íslandi í ár í karla og kvennaflokki. Hver er að ykkar mati kylfingur ársins (karla og kvenna) og hver er sá efnilegasti? Gleðileg jól!!! Balli
Sigurpáll Geir Sveinsson er án efa sá fremsti á þessi ári, hann varð í efstu 3 sætunum í 5 af 6 mótum Toyota mótaraðarinnar og hann varð Íslandsmeistari. Hann var 60 stigum að ég held yfir næsta sem stigameistari Íslands, það kemur enginn annar til greina.
Ólöf á skilið að vera valin best í kvennaflokki, sýndi fram á bestu spilamennskuna
Ég hef ekkert út á þá sem þið hafið sagt vera kylfinga ársins, þau Sigurpál og Ölöfu en ég verð samt að segja að sá sem kemur helst til greina að mínu mati sem efnilegasti kylfingurinn í dag er Björn Þór Hilmarsson í GR. Hann vann eitt mót á Toyota mótaröðinni á Akureyri og hann er 19 ára gamall!!! Magnús Lárusson setti að vísu þetta vallarmet á GKG vellinum en mér finnst Björn Þór engu að síður vera sá efnilegasti á Íslandi í dag.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..