Golfklúbbur Selfoss
Ég mæli með því að allir sem lesa þenna póst fari og spili 9 holu hringin á Selfossi GOS ( Golfklúbb Selfoss ). Þetta er vanmetin völlur aðalega vegna þess að þetta er 58km frá rvk og nágrenni. Grínin eru til fyrirmyndar og 3,4,5,7 og 8 holurnar eru með þeim fallegustu holum á Íslandi. Æfingasvæðið þarna er það stærsta á Íslandi en þar eru 2 púttgrín, 1 vippgrín og 300metra langt svæði til að skjóta kúlum út. Síðasta sumar tókum við í notkun boltavél sem hefur reynst sér vel en hún er að safna að sér 20þús. kall á viku. , 30þús. þegar stór mót eru. Mót sem ég mæli með fyrir ykkur sem eru keppt í á GOS vellinum eru; Gos mót 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10 en það eru mót fyrir alla og eru vikulega svo er það opna plastiðju mótið sem er texas Scramble en það er eitt vinsælasta mótið þarna. Við erum með 2 efnilega kylfinga en þeir eru Hlynur geir Hjartarson og Hjörtur leví Pétursson. Það eru mjög margir reykjavíkingar í GOS en það eru þeir sem komust ekki að í klúbbunum í rvk og nágrenni . Jæja ég var bara að koma með stutt ágrip um GOS. Sjáumst á mótum í sumar og á Sveitakepnninni 12-15 ára :D