Til að skilja hvað forgjöf er þarftu fyrst að vita hvað ‘par’ er.
Golfvöllur er 18 holur og hver hola hefur sitt par, sem er annað hvort 3,4 eða 5. Par hverrar holu segir til um það hvað leikmaður með 0 í forgjöf á að leika holuna á mörgum höggum.
Par vallarins er auðvitað summa ‘para’ allra hola, yfirleitt 70,71 eða 72. Maður með 0 í forgjöf á sem sagt að spila völl sem er par 72 á 72 höggum.
Maður með 18 í forgjöf má spila sama völl á 90 og standa jafnfætis þessum með 0 í forgjöf.
Flest mót eru yfirleitt bæði með og án forgjafar þannig að menn eiga jafna möguleika á sigri (fræðilega séð).
Ég vona að þú skiljir núna hvað forgjöf sé :)