Ég er í Nesklúbbnum og er á 16-ánda ári. Klúbburinn minn er sérlega góður við okkur unglingana, en það er nefnilega vegna þess að það eru bara um það bil 20 unglingar í honum. Við fáum ókeypis æfingar og akstur á mót og endurgreiðslu af mótum GSÍ. Og ég borga aðeins 9000 krónur fyrir árið, þetta er ekki neitt. Ég hef frétt að félagsgjöld eru mun hærri í öðrum klúbbum. Þetta er einungis það sem ég hef heyrt. Ég verð að nota tækifærið til að spyrjast fyrir um stórmót Media4 og amstel á næsta ári sem verður haldið næsta sumar í grafarholti og á hvaleyrinni í endann á júní held ég.
Er einhver sem veit eitthvað um þetta stórmót því mig langar ótrúlega að taka þátt í því. Vegna þess að það hefur verið sagt að útlenskir kylfingar muni koma til Íslands og spila í þessu móti.
kannski hvað kostar í það, Hvenær það verður haldið og hvort það sé einhver forgjafartakmörk í það.
En endilega svarið mér um félagsgjöldin.
Gallblaðra!
ég er ekki bara líffæri