Forsvarsmenn St Andrews vallarins í Skotlandi hafa legið undir ámæli að undanförnu þar sem þeir neita að breyta vellinum. Margir af helstu kylfingum heims hafa kvartað yfir glompum vallarins eins og á 17 holu vallarins eða “Road hole”. Þeir segja bönkerana ekki sanngjarna og réttast væri að auðvelda þá aðeins til að bæta leik á vellinum. Ekki eru St. Andrews menn nú öllu sammála um þetta og ætla sér ekki að breyta einu né neinu enda um að ræða virtasta völl heims, en án efa á enginn eins mikla sögu á bak við sig og St. Andrews völlurinn.

(mbl.is 5/12/2002, www.mbl.is/sport)

Hvað finnst ykkur annars? Eiga menn að vera breyta vellinum til að þóknast þessum kylfingum eða á að halda vellinum í sem næstu ástandi vegna sögunnar.
Ég tel að mikilvægt sé að viðhalda vellinum eins og hann er, það yrði hálf skrítin þróun ef menn ætluðu líka að gera vellina einfaldari, sem stemmir ekki stigum við nýjustu þróanir eins og til dæmis lenging Augusta Nationals