Ég kíkti á golfhermana í dag og ég verð að viðurkenna að ég var mjög hrifinn af því litla sem ég gat prófað. Þetta er allt annað líf miðað við gömlu Partýgolf hermana, því hér fær maður nákvæma tölvuteiknaða mynd.
Einnig var flott að hægt var að taka upp höggið hjá manni á vídeó svo maður getur skoðað sveifluna.
Ég prófaði þetta svo stutt að ég veit ekki hversu nákvæmir nemarnir eru varðandi stefnu, hraða og snúning á boltanum, en allavega tókst mér að slice'a til helvítis í herminum sem er því miður nokkuð nákvæmt hvað mig varðar.
Maður þarf að komast á driving range'ið í herminum til að tékka á hvort árangurinn sé sá sami og maður nær í “raunveruleikanum”.
Semsagt, hlakka til að prófa þetta seinna í meira næði.