Ísland í 39.sæti! Heimsmeistaramót áhugamanna í golfi lauk nú á sunnudaginn og stóðu Bandaríkjamenn uppi sem sigurvegarar. Frakkar í öðru og í þriðja sæti komu jafnir Ástralar og Filippseyíngar. Íslendingar stóðu sig ekki sem skildi og enduðu í 39.sæti.
Mikil rigning og vont veður var á sunnudaginn og ákvað mótsstjórn að aðeins 20 efstu liðin skildu keppa þá.
Bandaríkjamennirnir enduðu á 8 undir pari en þeir unnu upp forystu frakkana.

Efstur í liði Bandaríkjanna var Hunter Mahan en hann spilaði á mótinu á sléttu pari. Fyrir Frakkland var það Gregory Bourdy sem spilaði best og fór hann samtals á -6. Fyrir Ástralíu var það Marcus Fraser en hann var einnig efstur á mótinu og spilaði á -7. Angelo Que spilaði best fyrir Fillipseyja en hann fór samtals á -5.

Íslenska liðinu gekk mjög vel fyrsta daginn og spilaði þá á 6. höggum yfir pari og var þá í 18-27 sæti.

Keppt var í Malasíu á teimur golfvöllum þ.e. Bunga Raya Course og Palm course. Par Bunga Raya vallarins er 72 en hann er 6742 yardar, Par Palm course er einnig 72 en hann er þónokkuð lengri og er 6939 yardar.


<b>Svona enduðu úrslit mótsins.</b>

1 USA -8
2 France -5
T3 Australia -2
T3 Philippines -2
T5 Austria -1
T5 New Zeal. -1
7 England +2
8 Colombia +4
9 Italy +5
10 Spain +6
T11 Chin.Taipei +7
T11 Sweden +7
13 Netherlds +9
14 Wales +10
T15 Argentina +12
T15 Germany +12
T15 Switz. +12
18 Finland +15
19 Norway +16
20 Thailand +17

<a href="http://worldamateur2002.org/index.asp">heimildi r</A
——