Ég spilaði 6 daga og einusinni 36 holur á einum velli sem var alveg frábær…… Hann heitir Strathmore og var stofnaður árið 1996 og það er alveg ótrúlegt hvernig þeir hafa gert við þennan völl. Það er hæfilega mikið af trjám þarna og sandurinn er mjög skrítinn, léttur og auðvelt að komast í gegnum hann, ég þarf varla að segja frá flötunum sem voru þarna….alveg frábærar hæfilega mikið brot í þeim og góður hraði og ótrúlega mjúkar en við Íslendingar erum ekki vanir svo mjúkum flötum. Ég spilaði á 75 og 80 höggum þann daginn sem var frábært.
Ég ætla aðeins að segja frá vellinum.
1.484 jarda par5
2.330 par4
3.301 par4
4.173 par3
5.400 par4
6.111 par3
7.370 par4
8.397 par4
9.380 par4
10.272 par4
11.280 par4
12.500 par5
13.145 par3
14.433 par4
15.323 par4
16.326 par4
17.224 par3
18.440 par4
Völlurinn er par 70 og stuttu holurnar hafa mestu tréin og bönkerana en hinar lengri spilast aðalega erfiðar vegna lengd.
Auk þess spilaði ég á velli sem er 45 holur og heitir Royal Rosemount of Blairgowrie þar voru tré út um allt, Þú varðst að vera
á braut til að eiga möguleika á pari. Ég fór völlinn á 89 sem telst mjög gott.
Fleiri vellir sem ég mæli með sem eru í nágreni við stóran bæ sem heitir Blairgowrie en er kallaður Blair eru: Royal Alyth, Glenisla, Royal Course of Taymouth Castle og Lansdowne course.
En það sem kom mér mest á óvart í þessari ferð var í klúbbhúsinu á Strathmore vellinum var merki Nesklúbbsins sem er einmitt klúbburinn sem ég er í. Veðrið lék líka við mig og fjölskyldu mína en alltaf var logn og hálfskýjað og 15-25 stiga hiti. Það hefur ekki verið svo heitt þar í mörg ár.
Endilega leiðréttið stafsetningarvillur og ímyndið ykkur hvernig þetta var…….. mmmmmmm…nice.
ég er ekki bara líffæri