Þar sem sumrinu er nú í óða önn að ljúka er rétta ð fara aðeins yfir inniæfingar sem taka munu við eftir ánægjulegt sumar.
BYRJAÐU SNEMMA!
Mikilvægt er að taka sér frí frá íþróttinni í sem skemmstan tíma. farðu að huga að æfingum helst fyrir áramótin og vertu kominn í form áður en út á völl er haldið að vori. Margir leggja kylfunum of snemma og dusta ekki rykið af þeim fyrr en komið er fram í apríl, maí. Því miður er það of seint og verða því vormánuðir oft gremjulegir og sumrið sem ekki er nú langt hér á fróni styttist, takið því kylfurnar fram á vetri farið til golfkennara og verið tilbúin að sigra félagana strax að vori!
STUNDAÐU REGLULEGAR ÆFINGAR!
Mikilvægt er að stunda æfingarnar reglulega. Þó ekki sé nema 2-3 í viku þá slepptu ekki viku eða tveim úr, það tekur ekki mikinn tíma að slá eina eða tvær fötur í net og pútta nokkur pútt. Þú munt sjá mikinn árangur á stuttum tíma ef þú heldur þig við efnið.
FÁÐU LEIÐSÖGN!
Mikilvægast af öllu er að leita leiðsagnar. Æfingin skapar ekki meistarann! RÉTT æfing skapar meistarann!, einn tími í mánuði hjá kennara að vetri getur gert gæfumun. Ef þú nýtir veturinn í sveiflubreytingar, verður sumarið mun ánægjulegra þar sem þú getur einbeitt þér að því að spila en ekki hafa áhyggjur af sveiflu í hverju höggi.
NOTAÐUR ÆFINGARTÍMANN VEL!
Láttu kennara gefa þér góðar hugmyndir um hvernig þú getur nýtt tíma þinn betur svo hámarksárangur fáist út úr æfingunni, til eru margar skemmtilegar æfingar sem þú getur gert, sem bæði eykur skemmtun og frammistöðu þegar út á völl er komið.
Vonandi verður vetrartíminn ykkur ánægjulegur og þið hafið gagn af þessum upplýsingum
Quadro