Draumahöggið Flesta kylfinga dreymir um að ná draumahögginu. Að slá beint og ekki síst langt. Á undanförnum árum hafa framleiðendur einbeitt sér að gera kylfur, aðalega drivera sem að fara mjög langt en líka alveg beint. T.d. eru kylfurnar og kúlurnar núna miklu betri en þær voru fyrir nokkrum árum.

Fyrir þá sem að halda þá á Tiger Woods ekki lengsta högg sem að mælst hefur þó að hann sé einn af þeim högglengri. Hann slær kúlunni að meðaltali 275 metra í upphafshöggum sínum. Þó hittir “aðeins” um 70% af þeim höggum brautina.

Annar sem er mjög högglanger er Sean Fister.
Hanns lengsta högg sem að mælst hefur er 371 metri.

En sá sem að á metið í heimsmetabók guinnes er einginn annar enn hinn óþekkti kylfingur Michael Hoke Austin.
Hann sló kúluna 471 metra árið 1974.
Þetta draumahögg sló hann á móti sem að var haldið fyrir eldri kylfinga en hann var þá 64 ára gamall. Hann sló höggið með Persimons trékylfu og notaði frekar mjúkan bolta.
Mín spá er að ef hann hefði notað harða kúlu og einhvern góðan driver þá hefði þetta högg farið yfir 500 metrana.

Mér finnst að það ætti að setja einhverja staðla um kylfur og kúlur því annars endar þetta með ósköpum. Áhugakylfingar að slá 200-300 metra og slæsa einhverja 100 metral. Þá yrði að breikka brautir því annars er alltaf verið að slá yfir á hinar brautir. Slys mundi stóraukast og fólk þyrfti að nota hjálma ef að það ætlaði út á golfvöll af hræðslu við að fá bolta í sig. En þetta eru bara “smá” ýkjur en þetta gæri farið svona ef að þessu verður haldið áfram.

Ég þakka fyrir mig og vona að þið hafið notið þess að lesa þessa grein eftir mig.
<a href="http://www.guinnesworldbook.com">heimildir</a
——