Fyrsti dagur búinn í  Ryder Cup Jæja nú er fyrsti dagurinn í Ryder keppninni búinn og áttu Bandaríkin titil að verja en þeir unnu seinustu keppni.
Í fyrra var síðan hætt við vegna flughræðslu.
Staðan er svona núna eða þegar ég er að skrifa þetta að Evrópa er með 4 1\2 vinningi á móti 3 1\2 vinning sem að Bandaríkin er með.
Þetta byrjaði allt í morgun kl.7 að íslenskum tíma.
Leiknar voru tvær umferðir í dag.
Í fyrri umferðin var leikinn “fjórbolti” svokallaður en þar eru tveir á móti tveim, allir klára holuna og svo er það betra skorið hjá hverjum liðum sem að gildir.
Í seinni umferðinn var spilaður “fjórmenningur” en þar eru líka tveir í liði og er svo skipst á að slá.
Eftir fyrri umferðina voru Evrópa með 3 vinninga og Bandaríkin bara með 1.
En allt snerist við í seinni umferðinni og enduðu Bandaríkin þá með 2 1\2 vinning en Evrópa fékk bara 1 1\2.

Í fyrsta liðinu voru Tiger Woods og Paul Azinger, en þeir kepptu við Darren Clarke og Thomas Bjorn.
Evrópa unnu þennan leik á 18. holu eftir langt pútt frá Bjorn.

Í öðru hollinu voru Lee Westwood og Sergio Garcia og mótherjar þeirra David Duval og Davis Love III.Þar unnu Evrópa líka auðveldlega en þeir náðu að tryggja sigurinn á 15. holu.
Staðan eftir þann leik 2-0.

Í þriðja hollinu voru Colin Montgomerie og Bernhard Langer en þeir kepptu líka í fjórmenningnum. Á móti þeim voru Scott Hoch og Jim Furik. Þeir félagar Montgomerie og Langer áttu heldur ekki í erfiðleikum með mótherja sína og tóku þá á 15. holu líka.

Í fjórða hollinu kom eina stig Bandaríkjamann í fyrri umferðinni, þeir sem því náðu voru Phil Mickelson og David Toms, en þeir unnu Padraig Harrington og Niclas Fasth í spennandi leik sem að endaði á átjándu.

Seinni umferðin var spiluð næstum strax á eftir fyrri og fengu þeir kylfingar sem að tóku þátt þar næstum ekkert matarhlé eða tæpan hálftíma.

Í fyrsta hollinu í seinni umferðinni eða fimmta hollinu léku Hal Sutton og Scott Verplank við þá Thomas Bjorn og Darren Clarke.
Sá leikur endaði á sautjándu og þar fengu Bandaríkjamenn fyrsta stigið í seinni umferð.

Í sjötta holli spiluðu Sergio Garcia og Lee Westwood á móti þeim Tiger Woods og Mark Calcavecchia. Westwood er í 148. sæti held ég en var að spila alveg stórkostlega miðað við það og Garcia ennþá betur þannig að Garcia og Westwood unnu þetta á sautjándu.

Sjöunda hollið skipuðu félagarnir Colin Montgomerie og Bernhard Langer. En þeirra mótherjar voru Phil Mickelson og David Toms.
Þeir voru að vinna næstum allan tímann, komnir þrem sigrum yfir þegar voru fjórar holur eftir en þá hrukku Mickelson og Toms í gang og tóku þá á hreint út sagt ótrúlegum endasprett þar sem að seinasta holan varð æsispennandi. En Bandaríkjamennirnin tóku þetta á endanum.

Í áttunda hollinu voru fyrir Evrópu Padraig Harrington og Paul McGinley, en fyrir Bandaríkin voru þeir Stewart Cink og Jim Furyk.
Þeirra sigur var aldrei í hættu enda tóku þeir þetta á sextándu holu.

Ég vil biðjast fyrirgefingar á öllum stafsetningar villum sem ég kann að hafa gert og vil í leiðinni minna á
<a href="http://www.rydercup.com">heimildir</A
——