Þetta er mín önnur grein um atvinnukylfinga sem ég hef gert.
Ég mun reyna að gera fleiri greinar í sama dúr:)
Sergio Garcia fæddist 9 janúar 1980 í Castellon í austurhluta spánar.
Hann heldur með Real Madrid FC sem er félagslið á spáni fyrir þá sem að ekki vita :).
Hann varð atvinnumaður 21 apríl 1999 og varð fjórði yngsti
til að vinna Evrópska “túrinn” þegar að hann var 19 ára og 179 daga gamall. Hann varð annar á eftir Tiger Woods á U.S. PGA mótaröðinni. Ef að hann hefði unnið hefði hann verið yngstur til að vinna “risa” mót í 129 ár!
Hann fékk þrjú og hálft stig að fimm mögulegum á fyrstu Ryder keppninni sem hann lék á.
Árangur hans í ár.
Hann varð þriðji á Johnnie Walker mótinu sem var haldið á Lake Karrinyup Country Club í Ástralíu.
Jafn í níunda sæti á World Golf Championship-Accenture Match Play mótinu.
Áttundi á Masters mótinu.
Vann Canarias Open de España. En það var haldið á El Cortijo Club de Campo vellinum á spáni.
Fjórði á US Open.
Jafn í áttunda sæti á 131st OPEN GOLF CHAMPIONSHIP.
Jafnaði tíunda sætið á US PGA mótaröðinni.
Jafnaði 58 sætið á World Golf Championsship-NEC Invitational.
Og nú á sunnudaginn sjöundi á World Golf Championsship-American Express mótinu. En hann sló vallarmetið þar en það var slegið aftur seinna um daginn.
Hann sagði það í blaðaviðtali að hann vildi helst keppa við Tiger í Ryder Cup og að ef að hann væri að spila þá eins og hann spilaði á Emerican Express mótinu þá mundi hann bursta hann.
Þessi frábæri kylfingur er í miklu uppáhaldi hjá mér og mig hlakkar til að sjá hann á Rydernum.
Ég ber einga ábyrgð á þessu efni og þetta getur verið kolrangt þannig að ekki skamma mig.
<a href="http://www.europeantour.com/players/bio.sps?iPla yerNo=487&sOption=profile">heimildir</A
——