Hann fæddist 30 desember 1975 sem þýðir að hann verður 27 ára í desember.
Hann er sonur Earl Woods, fyrrverandi Liðsforingi í Bandaríska hernum og Kultida sem er innfæddur tælendingur.
Hann var kallaður Tiger eftir Víetnömskum hermanni sem var vinur föður hans.
Hann ólst upp ú Cypress í Californiu 35 mílum suðaustur af Los Angeles.
Hann var varla vaxinn úr vöggu þegar að hann fékk áhuga á golfi,
6 mánaða horfði hann á pabba sinn slá golf kúlum í net.
Hann kom fram í ”The Mike Douglas show“ þegar hann var 2 ára, púttandi við Bob Hope.
Hann var sannkallað draumabarn í golfinu þegar hann var lítill.
Hann fór 9 holur á 48 höggum þegar að hann var þriggja ára og kom fram í golftímaritinu Golf Digest þegar hann var 5 ára.
Hann vann ”Optimist International Junior tournament“ sex skipti þegar hann var 8, 9, 12, 13, 14 og 15 ára.
Hann varð atvinnumaður í golfi árið 1996 en síðan hefur hann unnið
46 mót og þar af 34 í PGA mótaröðinni, 2 Masters mót árin 2002 og 2001, 1999 og 2000 vann hann PGA meistaratitilinn.
Hann hefur tvisvar unnið U.S. open en það var árið 2000 og 2002.
Einnig hefur hann unnið Opna Breska en það gerði hann árið 2000.
Og nú nýjast American Express mótið.
Með öðrum sigri sínum á Masters var hann sá fyrsti til að hafa unnið alla ”stóru“ titlana 4 þ.e. Opna Breska, Masters, PGA og U.S. open.
Árið 2000 náði Woods að jafna met Ben Hogans sem hann setti árið 1953 með því að vinna þrjú ”stór“ mót á einu og sama árinu.
Hogan vann Masters, U.S. open og Opna Breska.
Tiger var yngsti maður til að hafa unnið Masters en hann var þá 21 árs, þriggja mánaða og 14 daga gamall.
Tiger var valinn Golf Digest golfari ársin tvisvar árið 1991 og 1992, ”Golf World Player of the Year“ líka tvisvar árin 1992 og 1993. ”Golf World Man of the Year“ árið 1994 og sem áhugamaður ”Golfweek National Amateur of the year“ árið 1992.
Þessi ungi golfari á hefur rústað golfheiminum með golffærni sinni.
Hann hefur sínt það að hann er langbesti golfari þessa tíma og jafnvel allra tíma.
Ég biðst fyrirgefningar ef að einhverjar villur eru og vona að þetta hjálpi eitthvað til með að þekkja þennan frábæra golfara eitthvað betur.
<a href=”http://www.tigerwoods.com">Heimildi
——