Heimsmótið í golfi
Fyrir þá sem ekki vita er heimsmótið í golfi eða American Express mótið nokkurs konar heimsmeistaramót.
Þangað koma allir bestu kylfingar heimsins og keppa þar.
Mótið var núna um þessa helgi á Mount Juliet vellinum á Írlandi.

Eftir fyrsta daginn var Tiger Woods fyrstur en hann sló vallarmetið á 65 höggum eða 7 undir pari.
Næstir á eftir Tiger voru Steve Lowery og David Toms sem léku á 66 höggum. Þeir sem léku á 67 höggum voru Vijay Singh, Mike Weir, Retief Goosen og Chris DiMarco.

Á öðrum degi jafnaði Tiger vallarmetið sem að hann setti daginn áður. Samtals var hann á 130 höggum eftir 2 hringi.
Í öðru sæti var Jerry Kelly en hann lék líka á 65 höggum.
Í þriðja sæti voru David Toms og Steve Lowery með 133 högg.

Eftir þriðja dag fór Woods á 67 höggum eða 5 undir pari.
Vallarmetið sem hann setti og jafnaði var þó slegið af Scott McCarron þegar að hann fór á 64 höggum.
Tiger var ennþá fyrstur en í 2-7 sæti voru David Toms, Steve Lowery, Jerry Kelly, Vijay Singh, Retief Goosen og Scott McCarron.
Þeir voru allir með 202 högg.

Á síðasta degi fór Woods á 66 höggum og tryggði sér sigurinn en hann fór á 263 höggum eða 25 höggum undir pari.
Suður Afríkumaðurinn Retief Goosen var annar en hann spilaði á síðasta degi á 62 höggum og jafnaði met Garcia sem að hann setti fyrr um daginn.
úrslit í mótinu urðu eftirfarandi.
1 Tiger Woods 263
2 Retief Goosen 264
3 Vijay Singh 267
4 Jerry KellY 268
4 David Tomas 268
6 Scott McCarron 269
7 Sergio Garcia 270
8 Davis Love III 271
9 Michael Campell 272
9 Bob Estates 272

Þetta var í níunda skipti sem að hann keppti á mótinu og sjötta skipti sem að hann vinnur.
Þess má geta að 3 slösuðust þegar að brautarstarfsmaður missti stjórn á bíl pg keyrði inn í áhorfendahóp.


<a href="http://www.mbl.is/sport">heimildir</A
——