Tiger Woods <a href="http://tigerwoods.com“>Tiger Woods </A>er bara hreint ótrúlegur þessa dagana.
Hann skipti úr Titleist kylfum yfir í Nike forged kylfur nú á miðvikudaginn (18.09.02) og sló vallarmetið á American Express mótinu nú á fimmtudaginn minnir mig.

Hann spilaði á 65 höggum sem er 7 undir pari.
Hann var náttúrulega lang fyrstur á þessu móti og næstu menn voru Vijay singh og Mike Weir.

Svo tók hann annan hring á föstudaginn (held ég aftur) og jafnaði þar aftur vallarmetið sem að hann setti daginn áður og það með kylfum sem að hann var að fá bara nokkrum dögum áður.

Ég vil bara segja að þessi kylfingur er algjör snillingur, fær nýjar kylfur sem að fyrir flesta tekur nokkrar vikur ef ekki mánuði að venjast, slær vallarmetið á Thomastown vellinum á Írlandi og jafnar það aftur daginn eftir.

Þessi kylfingur er í feiknarformi og ef að hann spilar svona vel á Ryder keppninni þá mega evrópumenn fara að vara sig.

Þótt ég haldi með Evrópu persónulega enda þaðan þá held ég að þeir hafi ekkert í Bandaríkjamenn efað hann Tiger spilar svona.

<a href=”http://www.mbl.is">heimildir</A
——