Tiger Woods sló vallarmet á American Exress mótinu Tiger Woods setti nú á dögunum vallarmet á Mount Juliet golfvellinum í Thomastown á Írlandi.
Hann lék hringinn á 65 höggum eða 7 undir pari vallarins.

Þetta met gerði hann á American Express meistaramótinu á Írlandi í fyrstu umferð þess móts.
Hann tók að sjálfsögðu forustuna á mótinu.
Hann spilaði fyrri níu holurnar á 33 höggum en þær síðari á 32 höggum.

Næstir á eftir Woods voru Bandaríkjamennirnir Steve Lowery og David Tomsen þeir léku á 66 höggum.
Nokkrir léku á 67 höggum, þar á meðal Fijimaðurinn Vijay Singh, Retief Goosen frá Suður-Afríku og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco.

Þetta var í fyrsta skiptið sem að hann spilar með Nike kylfur en hann skipti frá Titleist kylfum sem að hann hefur notað til þessa
nú á dögunum (greinilegt að þær eru góðar)
Aðstæður voru sem bestar, sólskin og lítill vindu
——