Ég spilaði í mótinu og var alls ekki ánægður með völlinn, eins og flestir vita er þetta nýr völlur og það var verið að nýtyrfa og allt það. En það sem fór mest í taugarnar á mér var það nánast alltaf þegar maður hitti ekki braut þá var maður í “grund í aðgerð”………… Allur völlurin er grund. T.D. 11. holan, Allt nema grínið er grund þar sem allt í kringum það er nýtyrft. Þetta er kjaftæði, svo ekki sé talað um 15. holuna nokkuð skrítin par 4 hola, hún er 350 metrar eða svo, ef maður nær góðu drævi þá á maður kannski möguleika á að komast inn á grín en það er um 30 metrum hærra en brautin sjálf…… maður er kannski með gott 240- 250 drive, en þá er maður kannski með 4 járn eða trékylfu í innáhögg. Og það er ekkert lendingarsvæði, það er bara smá röffkantur og restin í kringum grínið er bara drulla sem er allt grund og um 80 % af þeim sem spiluðu hana slógu í grundina, en þá þarf að droppa 40 metra tilbaka og slá blindandi 50 metra högg með sand-wedge.
En úrslitin í mótinu voru svona:
16-18 ára KK: Magnús Lárusson GKJ 63-74=137
14-15 ára KK: Ólafur B. Loftsson NK 76-78=154
13 ára og yngri KK: Kristján Kristjánsson GK 80-81=161
16-18 ára KVK: Tinna Ó. Óskarsdóttir GKG 81-96= 177
14-15 ára KVK: María Ó. Jónsdóttir GA 82-80= 162
13 ára og yngri KVK: Þórunn Guðmundsdóttir GR 115-110=225
ég er ekki bara líffæri