Þessi bráðabani var þannig að þeir skildu spila 18. holuna þangað til að sigurvegari fyndist. Ernie Els sló af teignum, með járni og staðsetti sig vel á braut fyrir innáhöggið, en hinsvegar tók hann Levet driverinn og fórí aðra af tveimur glompum sem voru í kantinum vinstra megin og var ekki með svo góða legu, eða hann þurfti að standa svolítið skringilega. En hann náði boltanum inn á braut og var um 150 metra frá flötinni en Els sló boltanum sínum í glompu við flötina og fékk lélega legu því boltinn lá í niðurhalla og hann þurfti að standa með annan fótinn upp úr glompunni.
Thomas Levet átti ekki svo gott þripja högg inn á flötina og var um 10 metra frá pinnanum og átti það eftir fyrir pari.
Ernie Els sem er talinn vera einn sá besti “bönker spilari” sýndi það með því að slá boltann úr erfiðri stöðu um 1 metra frá pinna og nánast tryggði sér parið. Levet þurfti að setja niður 10 metra pútt til að setja pressu á Els en það var nálægt en ekki nógu nálægt og Els tryggði sér sigurinn með því að reka niður þetta stutta pútt.
ég horfði ekki svo mikið á mótið því ég var upptekinn við það taka þátt í meistaramóti klúbbsins míns en horfði á allan síðasta daginn svo leiuðréttið mig ef ég er að segja eitthvað rangt.
ég er ekki bara líffæri