nú er golfverslunin Albatros búin að fá fyrstu sendinguna af nýjum Taylor Made driver, þessi tegund man ekki alveg hvað hún heitir “Fire-eitthvað” er nú komin í ALbatros með 300cc haus og hef ég nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að þessi driver fáist vart í Evrópu, hann hafi aðeins verið framleiddur fyrir asíumarkað… ekki er íslenskur kylfingur enn búin að eignast þennan dýrgrip en víst er að hart verður slegist um þessar fáu kylfur í þessari sendingu… verðið er ekki skyhigh eins og sumir myndu orða það heldur bara ansi gott að mínu mati eða 40.000kr… Eins og ég segi þá er þetta mikill fengur fyrir Taylor made aðdáendur og um að gera að rúlla niðrí verslunarmiðstöðina Fjörð, Hafnarfirði og bera þennan dýrgrip augum… kveðja blandið…