nú er ég búinn að fá nóg. af hverju þarf fólk alltaf að gera allt hvað getur nánast, til að skemma fyrir golfurum… jeminn eini, ég var í góðum fíling áðan að lesa moggann, og rek þá augun í grein þarsem sagt er frá að einhverjir vélsleðamenn höfðu verið að krúsa í góðum fíling yfir grafarholtsvöll, og notað hæðir og brekkur og að stökkva, og lenda svo á grínunum! það var frekar lítil mynd sem fylgdi greininni, en samt nógu stór til að sína að þetta eru miklar skemmdir á grínunum. vallarstjórinn, hann gísli, segir í samtali við moggann, að það sé ekki vitað hvenar grínin munu ná sér, og það komi í ljós í vor, en það gæti tekið lengri tíma en allt sumarið! í þessari grein er rætt við held ég formann GKG, þar sem hann lýsir því yfir að það sé skömm að þessu… einnig eru skemmdir á korpu, eftir að vitleysingjar á jeppum(ég er að verða vitlaus á jeppafólki yfir höfuð) voru að keyra á vellinum… einnig voru skemmdir eftir vélsleða á vífilstaða velli…
okei, ég vinn á korpúlfstaðavelli, og þekki þetta svolítið vel, og þetta er óþolandi. á sumrin fer mikill tími og vinnuafl bara í að laga skemmdir á vellinum… t.d. eru ótrúlega margir motorcrossarar að keyra á vellinum og grínunum og skemma þau. stuðlar eru þarna rétt hjá, og þaðan eru alltaf einhverjir að stela bara fáranlegum hlutum eins og teigkúlum og flöggum… síðan voru alltaf alltaf alltaf verið að stela golfbílum þaðan, og t.d. í grafarholti í sumar voru teknir tveir golfbílar og skemmdir alveg, það eru skemmdarverk uppá ca. 700þúsund - 1milljón. og síðan ef reynt er að hringja á lögguna, hah, það er nú bara brandari… “við náum þeim aldrei” “við höfum nóg annað að gera en að sinna svona vitleysu” og bla bla bla…
ég er að verða svolítið pirraður á þessu, og mér finnst eiginlega bara nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða.
hvað finnst ykkur um þetta mál??
kv.
KurtCobain