Eitt skil ég ekki í fólki sem stundar golf. Hvaða útrás fáiði út úr með því að slá litla plastkúlu oní einhverja holu sem er lengst í burtu? Ég hef prófað þetta sport bæði venjulegt og mini og bæði er andskoti leiðinlegt, enda fæ ég enga útrás við að elta golfkúlur. Síðan segja sumir að það sé svo góð hreyfing í þessu, jájá, maður slær kúluna…labbar á eftir henni(tekur 3 mín) þar sem flestir ganga sem hægast svo bíður maður eftir félögunum (10mín). Ekki hreyfðist púlsinn þarna við þetta(=engin orkubrennsla). Svona gengur þetta holur eftir holur ..og síðan það er búið og ég spyr aftur hvað er svona gaman við þetta?
Golf í mínum augum er ekkert annað enn “íþrótt/sport” letingjans frekar tek ég skák og tölvuspil fram yfir golfið enda meiri hreyfing í því.