Driver
Cleveland Hibore: Hann byggir á nýrri “breakthrough” tækni þar sem þyngdarpunktur driversins hefur verið færður neðar í hausinn og með því hefur “sweet spotið” einnig færst neðar en um leið stækkað. Hann fyrirgefur þar af leiðandi vel.
Þessir driver kom á markað í apríl og hefur slegið nokkuð í gegn víða um heim. Ég prufaði þessa græju núna nýlega og verð að viðurkenna að hann kom skemmtilega á óvart. Góður fílingur og skemmtilegt hljóð einkennir hann en einnig hátt og langt flug. Hann er reyndar mjög einkennilegur í úliti en það venst um leið og meður hefur slegið nokkur högg með honum. Þetta er “low spin” driver sem þýðir að hann hendar lengra komnum mikið betur.
Ég gef þessum allavega 4 af 5 í einkunn og mæli með honum fyrir betri kylfinga.
Járnasett
Mizuno Mp-60: Þetta er mjög skemmtilegar kylfur sem bjóða upp á agressívt golf með miklu “controli” á boltanum í stuttum sem löngum höggum.Þessar kylfur eru með aðeins stærra “sweet spot” en MP-32 kylfurnar og henta þannig kylfingum með forgjöf 10-20 að mínu mati.
Skemmtilegur fílingur og þægilegt að slá með þeim. Ég gef þeim einkun uppá 4 af 5 og mæli með þeim hiklaust.
Fleygjárn
Titleist Vokey 200 series: Harðir wedgar að mínu mati og frekar dauður fílingur samanborið við aðra wedga á svipuðum kalíber. Ég gat engann veginn fílað þessa wedga og verð að segja að ég hafi orðið fyrir smá vonbrigðum með þá.
Þeir fá 2 af 5 og þeir fá ekki mín meðmæli allavega.
Pútter
Never Compromise GM2: Skemmtilegur pútter sem að ég setti umsvifalaust í pokann hjá mér. Hentar gríðalega vel á hörðum og hröðum flötum en því miður eru þeir ekki nógu góðir á hægum grínum sem að er smá galli hér á norður hjara veraldar.
Ég gef þessum 4 af 5 þó að hann hafi ekki verið nógu góður á hægari grínum. Hann er bara svo góður á hröðum grínum og það er það sem ég er að leita af.
Ég læt þetta nægja í bili en kem með aðra umfjöllun í næstu viku. Takk fyrir mig í bili!
!