Sælir golffélagar
Nú er landsmótið í golfi eins og allir vita á Grafarholtinu, 2 dagar liðnir og í forystu eru þeir jafnir, Ólafur Már og Örn Ævar og hafa vægast sagt sýnt frábært golf á mjög svo erfiðum og góðum Grafarholtsvellinum.
Annað hefur verið í deiglunni vegna landsmótsins en það eru brot á reglugerð GSÍ við framkvæmd mótsins.
Í fyrsta lagi var völlurinn lokaður vegna Pro-Am boðsmóts sem einungis fáir fengu að taka þátt í, en það sem mest hefur borði á er niðurröðun á öðrum degi mótsins þar sem rúmlega 30 keppendur fóru út um morguninn og þar á eftir kom öll halarófan. Það sem gerist er það að menn á mjög svo svipuðu skori spiluðu í gersamlega mismunandi vallaraðstæðum þar sem 78 gaf þér rástíma fyrst um morguninn en 79 klukkan 16:00.
1. Grínin eru margfalt betri þegar engin umferð hefur farið um þau sérstaklega þar sem þau eru hröð og mjög svo hörð.
2. Það hvssti síðdegis og mígandi rigning hrjáði þá sem spiluðu seinni partinn. Í raun var verið að gefa þeim sem voru ofar en 36 fingurinn, og þeim ekki gefinn kostur á að blanda sér í lokabaráttuna sem fram undan er. Vonandi taka þessir kylfingar sig saman og kæra framkvæmd mótsins svo Golfsamband Íslands fái ekki trekk í trekk að troða ofan í kylfinga hverri vitleysunni á fætur annarri. Nýjasta dæmið er til að mynda verðlaun á Toyota mótaröðinni sem eru styrkt af fyrirtækjum beint til GSÍ en kylfingar fá ekki meira en skitinn verðlaunapening fyrir, og þurfa aukinheldur að borga 3.500. krónur til að vera með. Svo eiga kaddýjar að vera gangandi auglýsingarskilti fyrir ónefnt fyrirtæki hér í bæ.
GSÍ takið ykkur nú tak og bætið úr og sýnið íþróttinni þá virðingu sem hún á skilið.
Með kveðju
Quadro