Það er alveg makalaust hvað gengið hefur áhrif á verðið á golfmótum í dag…. Þetta golfmót sem er verið að fara halda í Grafarholti er sagt vera landsmót og voða gaman af því en ég veit ekki með ykkur hin en mér finnst aðeins verðið á þessu móti aðeins hærra enn hægt er að sætta sig við.. Ég veit ekki hreinlega hvernig þessir menn, sem sögðu eftir stigamótið í eyjum að menn ættu að spila vegna heiðursins eða einhvers annars álíka mikils bullshit, ætla að réttlæta þetta gríðarlega verð í þetta golfmót. jújú ég hef svona nokkra hugmynd um hvernig þeir gera það þeir segja að það kosti mikið að haldi úti mannsskap, skipuleggja mótið og blablablabla síðan er ég alveg klár á því að þeir eigi eftir að segja að mótgjaldið virki líka sem miði á “lokahófið” eftir landsmótið, ég væri alveg til í að borga þennan prís ef farið væri með allan mannskapinn uppí perlu og eitthvað almennilegt væri á borðstólnum en einhvern vegin held ég að þetta eigi bara eftir að vera matur ú GR-eldhúsinu…

Mér finnst að það ættu bara allir frekar að fara uppí Grafarholt á morgunn og flauta fyrir utan í eina mínútu. hvað segið þið um að mæta allir um klukkan 17:30 á morgunn föstudegi og mótmæla eins og menn myndu gera????