Það er líka alveg makalaust hvað þið nennið að röfla um þetta verð í landsmótið. Ef ykkur finnst þetta of hátt ekki borga þetta þá, slepptu bara mótinu. Það er enginn að pína þig að fara. Svo er klúbburinn örugglega ekki að græða á þér, hann er bara að gera þetta mót eins flott og þeir geta. Ég er ekki viss um að þú myndir ekki heldur vilja taka þátt ef klúbburinn myndi ekki gera neitt, ekki fá neina aðstoðamenn eða neitt og þá myndir þú borga aðeins minni pening. Heldurðu að það væri eitthvað betra?
Svo er grein sem er á golf.is sem ég copy+paste af síðunni. Lestu þetta og reyndu að skilja.
___________________________________________
Mikið hefur verið rætt um þátttökugjaldið á Landsmótið hér á síðunni.
Vel má vera að mönnum finnist þetta vera hátt en ég held að menn þurfi líka á líta á þetta með öðrum augum sem eru eftirfarandi.
Menn eru farnir að gera miklar kröfur varðandi ástand golfvalla í svona mótum og eru menn vælandi og skælandi út af ótrúlegustu hlutum sem að þeirra mati var slæmt varðandi golfvöllinn og kenna því jafnvel um ef um slæmt skor er að ræða.
Til að koma til móts við þessar miklu kröfur sem menn almennt gera varðandi ástand valla almennt þó sér í lagi á svona móti þarf að leggja miklu meiri vinnu í völlinn og það þarf jafnframt að bæta við starfsfólki til þessara hluta til þess að völlurinn meigi vera í sem bestu ásigkomulagi og gott fólk ÞETTA KOSTAR MIKLA PENINGA og þar sem ég er búsettur erlendis og er talsvert inni í þessum hlutum þar þá er þetta ekkert einsdæmi varðandi svona hluti á Íslandi ég veit að þátttökugjöld í stærri mót eins og ég vil kalla Landsmótið eru hærri en þetta og er það fyrst og fremst vegna þess að það þarf að leggja miklu meiri vinnu í völlinn fyrir svona mót en undir eðlilegum kringumstæðum og eins og áður er sagt þá kostar það mikla peninga.
Svo skulum við líka heldur ekki gleyma því að sá fjöldi sem spilar golf núna hefur margfaldast undanfarin ár og átroðningurinn á vellina er orðinn gífulegur og er umgengnin á þeim oft á tíðum vægast sagt sorgleg og viðgerðir af slíkum völdum kosta mikla peninga þannig að þegar allt kemur til alls þá getum við sjálfum okkur kennt um oft á tíðum.
Það er allt í lagi að gera kröfur varðandi svona mót en menn meiga ekki gleyma því að fyrir það þurfum við að borga peninga og það mikla peninga því að það er ekki ókeypis að halda svona mót ef menn halda það.
Tökum okkur nú taki og göngum vel um velli landsins gerum við boltaför á flötum, rökum sangryfjurnar og setjum torfusneplana í förin og stuðlum að betri völlum í framtíðinni og hver veit nema keppnisgjöldin fari að lækka í kjölfarið, því að eitt er víst að það gerist ekki sjálfkrafa.
Gangi ykkur öllum sem allra best á Landsmótinu og brosum út í annað og verum jákvæð.