Ég er farinn að spá svolítið í það hvaða kylfingar verða með að þessu sinni. Nú eru línur farnar að skýrast svolítið og aðeins eitt risamót eftir á árinu, þ.e.a.s. PGA mótið og eftir það eru liðin valin. Liðin eru valin þannig að 10 efstu menn á stigalistunum komast sjálfkrafa í liðin en síðan eru tveir sem að liðsstjóri hvors liðs velur.
Liðsstjóri Evrópu í ár er Sam Torrance sem hefur leikið átta sinnum í Ryder Cup og setti m.a. niður púttið sem tryggði Evrópumönnum sigurinn árið 1985. Hann var aðstoðarmaður Mark James í seinasta Ryder Cup sem að verður lengi í minnum hafður. Það kom ekki á óvart að Mark James skyldi ekki halda áfram sem liðsstjóri enda var hann mjög umdeildur og skrifaði m.a. bók eftir seinustu keppni þar sem hann talaði niður til margra leikmanna bandaríska liðsins og Nick Faldo.
Stig Kylfinga í Evrópu:
1 Darren Clarke (N Ireland) 1,921,301
2 Thomas Björn (Denmark) 1,583,391
3 Padraig Harrington (Ireland) 1,535,549
4 Pierre Fulke (Sweden) 1,191,990
5 Lee Westwood (England) 1,064,353
6 Niclas Fasth (Swe) 961,147
7 Colin Montgomerie (Scotland) 895,274
8 Phillip Price (Wales) 791,862
9 Paul McGinley (Ireland) 759,242
10 Andrew Coltart (Scotland) 703,676
11 Mathias Gronberg (Sweden) 696,488
12 Ian Woosnam (Wales) 673,298
13 Andrew Oldcorn (Scotland) 651,685
14 Bernhard Langer (Germany) 642,785
15 Robert Karlsson (Sweden) 641,104
16 Miguel Angel Jimenez (Spain) 628,421
17 Jose Maria Olazabal (Spain) 617,626
18 Sergio Garcia (Spain) 617,236
19 Thomas Levet (France) 576,235
20 Ian Poulter (England) 571,316
Af þeim sem eru í 10 efstu sætunum núna hafa aðeins 6 leikmenn reynslu af því að spila í Ryder Cup, þeir eru Darren Clarke, Thomas Björn, Padraig Harrington, Lee Westwood, Colin Montgomerie og Andrew Coltart. Þeir fimm sem ég nefndi fyrst eru allir kylfingar í heimsklassa og verða mjög sterkir sem fulltrúar Evrópu. Coltart hefur aðeins spilað einn leik í Ryder, það var í seinustu keppni þar sem hann tapaði fyrir Tiger Woods, hann er ekki í sama klassa og hinir og má alveg missa sín. Af þeim fjórum sem eru á topp 10 en hafa enga reynslu af Ryder hef ég ekki mikla trú á. Pierre Fulke tryggði sig í Ryder liðið með góðri spilamennsku í upphafi árs en hefur dalað síðan. Stóð sig að vísu vel fyrstu þrjá dagana á British Open en brotlenti á lokadegi, spilaði á 84. Þjálfari hans er sem kunnugt er landsliðsþjálfari Íslands, Staffan Johansson. Fulke virðist vera öruggur í liðið en ég efast um að hann eigi eftir að fá að spila mikið. Niclas Fasth nánast tryggði sig í liðið með frábærri frammistöðu á British Open þar sem hann varð annar á eftir David Duval og hann virðist vera í góðu formi á réttum tíma, hann mun örugglega koma nokkuð við sögu í keppninni. Phillip Price og Paul McGinley eru ekki þekkt nöfn og hafa ekki blandað sér í neina baráttu á risamótunum, þeir hafa hinsvegar verið að spila vel á evrópska túrnum en ég held að það væri betri fyrir Evrópu ef þeir féllu útaf listanum og reyndari og betri kylfingar kæmu í þeirra stað. Sem leiðir mig að nokkrum frábærum kylfingum sem eru aðeins fyrir neðan þessi 10 efstu sæti, þeir eru Ian Woosnam, Bernhard Langer, Sergio Garcia, Miguel Angel Jimenez og Jose Maria Olazabal. Það væri mjög gott fyrir Evrópu ef að þrír þessara manna næðu að spila sig inná topp 10 listann í staðinn fyrir Price, McGinley og Coltart. Woosnam og Langer eiga besta möguleikann á því, þeir eru ekki mörgum stigum á eftir og hafa báðir verið að spila vel að undanförnu, eina ástæðan fyrir því að Langer er ekki löngu búinn að tryggja sig inn er sú að hann er búinn að vera að spila mikið á bandaríska túrnum, Woosnam væri hinsvegar inni á listanum ef hann hefði ekki fengið þessi víti á sig á British Open. Jimenez á líka góðan séns á að komast inn en Garcia og Olazabal eru ekki jafn líklegir, Garcia vegna þess að hann spilar nánast eingöngu í Bandaríkjunum og Olazabal vegna þess að hann er ekki í sínu besta formi þessa stundina, það lítur því út fyrir að fáum ekki að sjá þennan snilling með í ár. Svo má ekki gleyma því að Jesper Parnevik er ekki inni á þessum lista því að hann spilar bara í Bandaríkjunum en það verður að teljast líklegt að hann og Garcia verði valdir af Sam Torrance nái þeir ekki að spila sig inn.
Þá er komið að Bandaríkjunum. Liðsstjóri þeirra í ár er Curtis Strange en Bandaríkjamenn skipta yfirleitt um liðsstjóra fyrir hverja keppni. Strange hefur fimm sinnum spilað í Ryder Cup og hefur m.a. afrekað það að vinna U.S. Open tvö ár í röð (88 og 89), einnig á hann vallarmetið á gamla vellinum á St. Andrews, 62 högg.
Stig bandarískra kylfinga:
1 Tiger Woods 2,447.500
2 Phil Mickelson 1,528.125
3 David Duval 1,010.000
4 Davis Love III 749.500
5 Mark Calcavecchia 635.375
6 Hal Sutton 613.000
7 Scott Hoch 597.000
8 Stewart Cink 586.625
9 Tom Lehman 543.750
10 Joe Durant 505.000
11 Jim Furyk 502.875
12 David Toms 455.000
13 Brad Faxon 451.500
14 Rocco Mediate 450.000
15 Frank Lickliter 449.910
16 Scott Verplank 448.500
17 Paul Azinger 389.667
18 Kirk Triplett 385.952
19 Loren Roberts 383.000
20 Steve Lowery 382.000
Ég ætla að hafa þetta svolítið styttra um Bandaríkin, enda held ég með Evrópu eins og flestir heilbrigðir menn. Það sést vel að þarna er mjög sterkt lið á ferðinni sérstaklega eru efstu fjórir alveg hreint ógnvænlegir svo eru þarna nokkrar gamlar kempur sem hafa verið að spila vel í ár eins Calcavecchia og Hoch sem eiga eftir að standa fyrir sínu. Það er ljóst að Bandaríkjamenn munu stilla upp reyndu og sterku liði, af 10 efstu eru aðeins Cink og Durant sem hafa ekki spilað áður í Ryder Cup. Líklegt er þó að þessi listi muni breytast nokkuð því að lítill munur er frá 6. sæti til 16. sætis. Það eru ekki neinir jafn augljósir valkostir eins og Garcia og Parnevik hjá Evrópu af þeim sem ekki ná að spila sig inn hjá Bandaríkjunum en þó er líklegt að Furyk verði valinn nái hann ekki að spila sig inn og svo er aldrei að vita nema að Fred Couples verði valinn og væru örugglega margir ánægðir með það. Ég held að Justin Leonard komist ekki í liðið enda hefur hann átt dapurt ár og ég á eftir að sakna þess að sjá hann ekki með.
Það sem verður kannski einna fróðlegast við Ryder Cup í ár er að sjá hvernig áhorfendur eiga eftir að haga sér - hvort að þeir ætli að hefna fyrir það hversu illa bandarísku áhorfendurnir höguðu sér seinast þar sem þeir lögðu m.a. Monty í einelti og hræktu á eiginkonur evrópumannana og margt fleira. Svo er líka framkoma bandarísku kylfinganna örugglega ofarlega í huga margra þar sem þeir hlupu inná grínið á 17. til fagna Justin Leonard þó að Olazabal ætti eftir að pútta. Ég vona að þetta eigi eftir að fara vel fram og evrópumenn leggist ekki á sama plan og bandaríkjamenn.
jogi - smarter than the average bear