Jæja, þar sem ég er starfsmaður golfvallar, og hef verið duglegur að heimsækja golfvelli vítt og breytt um landið. Ég hef ég tekið eftir einum hlut og reynt að vellta honum mikið fyrir sjálfum mér. Og komist að þaða skoðun að golfverktíð á íslandi fer minnkandi með hverju árinu sem líður, hinsvegar var verktíðin í ár mjög lengi að ganga í garð. Og minni enn hún hefur verið í öll þessi ár.(allavegana á mínum vinnustað)
Hvað er að ské? Er fólk bara hætt að spila golf, nennir þessu ekki? Er það kannski bara afþví að minn vinnustaður er lengst uppí sveit og fólk er orðið leitt á að keyra 70 km til þess að fara 18 holur í golfi? Ég vill taka það fram að þetta er Golfvöllur Kiðjabergs. Er það kannski útaf því að fólkið á þessum golfvelli hefur verið í eldra kanntinum og bara gefist upp á að spila golf, fengið leið og bara hætt.
Eruð þið kannski að taka eftir þessu í rvk og annarsstaðar á landinu líka?
Nei ég held að þetta sé ekkert af þessu bulli hérna fyrir ofan. Ég held að þetta sé fyrst og fremst að fólk áttar sig ekki á því að sumarið komi í maí mánuð, ekki í júlí mánuð. Og þegar fólk loksins áttar sig á því að sumarið er komið, þá er of seint að byrja.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Er þetta bara ýmindi í mér?
Er mikið til í þessu enn ekki allt?
Kannski bara léleg og tilgangslaus grein?
Endilega tjáið ykkur.
Svo langar mig að segja eitt við ykkur fólk sem byrjar að stunda þetta í júlí:
Sólin skín líka í maí og júni, og ég held að klúbbar víða breytt um landið hafa bara gott af því að fá smá aur í kassan, auk þess hafið þið gott af því að hreyfa ykkur og fá smá æfingu, eða kannski finnst ykkur bara nóg að spila golf 5 daga sumarsins ;). Allt undir ykkar höndum, ég get allavegana sagt ykkur það að sprettan á þessum tíma er alveg svakaleg, allar braytir sleignar 3 sinnum í viku og allt röff vallarins einu sinni í viku. og það rétt sleppur hjá flestum klúbbum.