Úlfar Jónsson GK sigraði í stigamóti GSÍ um helgina sem fram fór
á Hvaleyrinni (GK) hann lék sérstaklega vel eða á 73-65-74
semsagt á einum undir pari,á öðrum hring setti hann glæsilegt
vallarmet þegar hann lék á 65 höggum eða 6 undir pari,hann fékk 6 fugla og 12 pör,engann skolla (þess má geta að Úlfar á líka vallarmetið á gulum teigum,spilaði nýverið á 66 höggum)
Það gleður mig mjög mikið að sjá Úlfar kominn í fremstu röð aftur en þessi sjöfaldi Íslandsmeistari er að byrja aftur eftir nokkurt hlé,hann er svo sannarlega einn af okkar bestu EVER.
Mótið nú um helgina var liður í Toyota mótaröðinni,völlurinn var frábær og veðrið gott,skorinn hjá “landsins bestu”voru hinnsvegar ekki góð og mátti sjá skor upp undir 90,sem á nátturulega ekki að sjást,og ekki voru spilaðir nema 2 hringir
undir pari.
Úrslit
Úlfar Jónsson GK 73-65-74 = -1
Björgvin Sigurbergsson GK 71-72-71 = +1
Ólafur Már Sigurðsson GK 72-73-71 = +3 *
* Ólafur Már var 4 undir eftir 15 holur síðasta hringinn en náði ekki að klára dæmið og lék 3 síðustu holurnar 4 yfir pari

P.s Sýnt verður frá mótinu á SÝN á Mánudagskvöld