Hér ætla ég að skrifa um NK - völlinn úti á Seltjarnarnesi
Unglingastarfið er í lámarki, þá meina ég lámarki, eða bara ekkert ! pabbi minn spilaði þar þegar hann var ungur, og vinir hans og hann, kölluðu völlinn NK = No Kids, ekki af ástæðulausu.
Völlurinn er hinsvegar skemmtilegur, frekar einfaldur, en samt getur komið á óvart. 9 holur, par 36.
1. hola er mjög einföld hola, 272 metrar frá gulum, þráðbein. hinsvegar er grínið Mjög hallandi og er erfitt að pútta þar. um 5 glompur eru á henni.
2. hola er einföld par 3, 100 metrar frá gulum.
3. hola er par 5, 450 metrar frá gulum, og þarft að slá teighöggið, og annað höggið yfir vatn. ein glompa er þar, og stórt einfalt grín.
4. hola er 310 metra löng, par 4, er nokkurn vegin -L- hola, samt ekki alveg.
5. hola er nokkuð löng par 3, um það bil 200 metrar, stórt grín, sem kemur á óvart.
6. hola er einföld par 4, rúmlega 300 metrar og einhver mesta “birdie” holan á vellinum að mínu mati.
7. hola er nokkuð löng par 5, þar sem teighöggið frá gulum þarf að vera ansi gott ef þú vilt fá birdie, margar glompur eru þar, og “tricky” grín.
8. hola er skemmtilegasta holan á vellinum, par 4, 200 metrar. þú þarft að slá yfir vatn, og passa að slice-a/hook-a ekki, því annars er boltinn out of bounds.
ekki má fara of nálægt gríninu, því það er algerlega umkringt glompum.
9. hola er algjör -L- hola, margir slá yfir, og inná grín, en aðrir senda “safe” bolta niður. einföld hola, en getur komið á óvart
Mæli með honum núna, vallarstjóri sem var hjá GKG er kominn, og er greenkeeper hjá okkur núna. !
Siggi