Hogan varð atvinnumaður í golf aðeins 17 ára gamall og 19 ára gamall komst hann inná túrinn en það gekk ekki eftir og hann datt fljótlega út aftur. Hann reyndi svo aftur 2 árum síðar en það gekk heldur ekki upp. Þegar hann sneri svo aftur á túrinn árið 1937 þá tók það hann nokkur ár að byrja að vinna sér reglulega inn einhverja aura. Upphæðirnar urðu alltaf hærri og hærri og á endanum leiddi hann peningalistan á túrnum 3 ár í röð, 1940-1942. Og svo aftur 1946 og 1948.
Hann var svo verðlaunaður 2 sinnum fyrir það að hafa verið með lægsta meðalskorið á túrnum, árið 1941 og 1948. En það þykir athyglisvert að hann vann sitt fyrsta stóra mót 1946 en þá var hann 34 ára gamall.
Hogan varð gjaldþrota 2 sinnum og var nálægt því að fara í þrot í þriðja skiptið, árið 1938, þegar hann loks vann sér inn nægan pening til að halda áfram. Hann var mjög nálægt því að gefast upp þegar þetta gerðist. En með því að spila síðasta hring á 69 höggum og enda í öðrum sæti, á Oakland open, og vinna sér inn 380 dollara gat hann haldið áfram leið sinni að því að verða einn besti kylfingur golfsögunar.
Árið 1943 skráði hann sig svo í herinn og vildi þannig leggja sitt af mörkum fyrir föðurlandið. Og á meðan Hogan sinnti herskyldu tók Byron Nelson sig til og vann næstum allt á túrnum á þeim tíma. En þetta hafði mikil áhrif á Hogan þegar hann sneri aftur á seinni part ársins 1945 og tók hann sig til og sigraði á 5 mótum í röð. Og náði þar með aftur því tangarhaldi, sem hann hafði á túrnum, áður en hann gekk í herinn. Og árið 1948 sigraði hann á samtals 11 mótum með óaðfinnanlegum leik.
En 2 febrúar árið 1949 lenti Hogan ásamt konu sinni, Valerie Hogan, í alvarlegu bílslysi þegar rútubílstjóri missti stjórn á rútu sinni og keyrði beint á bíl þeirra hjóna. Vélinn í bílnum endaði í framsætinu og stýri bílsins fannst í aftursætinu. Hogan bjargaði lífi konu sinnar með því að fleygja sér í farþegasætið til að skýla henni þannig að hún hlaut aðeins minni háttar meiðsli. En Hogan slapp ekki eins vel, hann viðbeinsbrotnaði, mölbraut nokkur rifbein, hlaut tvöfalt mjaðmagrindarbrot og ökklabrotnaði.
Eftir að hann hafði gengist undir aðgerð leit allt út fyrir að hann myndi ná sér en þá fékk hann allt í einu blóðtappa en læknarnir náðu að koma í veg fyrir að tappinn næði uppí hjartað. Margir héldu að Hogan myndi aldrei spila golf aftur og um sumarið var Hogan of veikburða til að sveifla golfkylfu og hvað þá að labba langar vegalengdir. En á einhvern óskiljanlegann hátt þá mætti hann til leiks í janúar, tæplega ári eftir slysið, og endaði í öðru sæti eftir bráðabana við Sam Snead.
Og aðeins 16 mánuðum eftir slysið vann hann U.S Open sem haldið var á Merion í Pennsilvania fylki. Hann sigraði eftir bráðabana við Lloyd Mangrum og George Fazio. The Hawk, sem fyrir slysið var talinn besti kylfingur heimsins hafði endurheimt krúnu sína.
Á árunum 1946- 1953 vann hann samtals 16 risamót þar af 4 U.S Open, 2 U.S Masters og einu sinn British Open. 6 af þessum sigrum komu eftir slysið. Hann er einn af örfáum einstaklingum sem að hefur tekist að vinna öll risamótinn fjögur að minnsta kosti einu sinni(Nicklaus, Gene Sarazen, Gary Player og Tiger Woods eru hinir) Einnig var Hogan valinn 4 sinnum kylfingur PGA mótaraðarinnar á sínum ferli.
Ben Hogan þótti mjög lokaður, æfði helst alltaf einn og talaði mjög sjaldan á meðan hann var að spila. Hann var mjög einbeittur, bæði á æfingum og á vellinum, að það var nær enginn leið til trufla hann. Kalt augnaráð hans var til marks um það hversu einbeittur hann var og töldu margir hann vera að reyna hræða andstæðingana með þessu augnaráði sínu. Jimmy Demaret, nánasti(það þýðir samt ekki að þeir hafi verið nánir) spilafélagi Hogans sagðist nú ekki alveg skilja afhverju fólki væri að alltaf tala um það að Hogan væri þögull á vellinum og Demaret sagði að Hogan talaði við sig á hverju gríni “Þú átt leik” sagði Hogan við hann.
Hogan vann samtals 63 titla á ferlinum áður en hann hætti og aðeins 2 kylfingar hafa sigrað á fleirri mótum og það eru þeir Sam Snead og Jack Nicklaus. Og aðeins Nicklaus og Walter Hagen hafa sigrað á fleiri risamótum en Hogan. Nicklaus með 18 titla og Walter Hagen með 11 titla. Hogan vann samtals 9 risamót á sínum ferli.
Eftir að Hogan hætti að keppa á atvinnumótum þá tók hann að starfa við fyrirtækið sitt Ben Hogan Company sem að hann hafði stofnað í kringum 1950. Fyrirtækið framleiddi meðal annars golfvörur og ennþá dag í dag framleiðir þetta fyrirtæki golfvörur undir merkjum Ben Hogans.
Auk þess að reka fyrirtæki gaf Hogan út golfkennslubók, í samvinnu við Herbert Warren Wind, og heitir hún Five lessons: The fundementals of Golf. Þessi bók er í dag notuð af mörgum kennurum og er kennt í mörgum af þeim skólum sem að útskrifa golfkennara. Ég mæli sérstaklega með þessari bók fyrir þá sem vilja fræðast um golfsveifluna.
Hogan greindist með ristilkrabbamein árið 1995 og lést svo 25 júlí 1997 á heimili sínu í Fort Worth, 84 ára gamall, eftir hetjulega baráttu, .En ásamt því að vera með krabbamein þjáðist hann einnig af Alzheimer sjúkdómnum.
Það má með sanni segja að Hogan hafi verið sannkölluð hetja, innan vallar sem utan. Árangur hans á golfvellinum er hreint magnaður og á engann sinn líka. Það er alveg óhætt að segja að Ben Hogan sé ókrýndur konungur golfíþróttarinnar og hafa fáir einstaklingar gert jafnmikið fyrir golfið. Hann átti mjög stórann þátt í því að þróa golfsveifluna eins og hún er kennd í dag. Hann var svo tekinn inní frægðarhöll golfsins 1974 fyrir afrek sín og framlag sitt til golfsins. Hann átti það svo sannarlega skilið.
Jæja þetta var mín þriðja grein mín um bestu kylfinga golfsögunar og næst mun ég skrifa um Byron Nelson en hann var uppá sitt besta á svipuðum tíma og Ben Hogan.
!