Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður 4. mars 1964, og voru þá stofnfélagar klúbbsins 96. Lítil rækt var á svæðinu þar sem stofnfélagar áætluðu að byggja völl, þannig farið var strax að tyrfa svæðið og grjóthreinsa það.
Hlaut völlurinn nafnið Hólmsvöllur og sú nafngift á rætur að rekja til hólma nokkurs rétt utan strandarinnar. Fyrstu árin miðuðust framkvæmdir við að rífa grjótgarða, grjóthreinsa mela og fullrækta svæðið auk þess að koma yfir sig þaki, en fyrsti golfskálinn, 80 fermetra járnbraggi, var fenginn að láni hjá Sölunefnd varnarliðseigna á öðru starfsári klúbbsins.
Völlurinn var 9 holu völlur en árið 1973 urðu menn að líta svo á að stækka völlinn. Það kom í hlut Nils Skjöld arkitektúrs að hanna næstu 9 holur. En 18 holu völlurinn varð ekki tilbúin til spilunar fyrr en eftir 13 ár, eða árið 1986. Um leið og glæsilegi 18 holu völlurinn var tekinn í notkun var risið nýtt og fallegt klúbbhús. Síðan þá hefur risið ný vélageymsla, skýli fyrir æfingaaðstöðu og kaffiskáli við 10. teig.
Síðasta sumar var æfingasvæðið svo fært á Jóelinn (litli æfingarvöllurinn sem kannski margir kannast við) á meðan sáð var í gamla svæðið og var það breikkað og lengt. En skemmdarverk var unnið, þar sem einhver keyrir bíl sínum inná nýlagaða svæðið og koma ekki litlu hjólförin á svæðið. Áætlað er að svæðið verði tilbúið til notkunar í enda sumars eða ef til vill seinna.
Golfklúbburinn hefur nýlega nælt sér í nýjan PGA kennara í stað Jamie Darling sem fór aftur til Skotlands eftir að hafa fundið sér nýja kærustu. Nýji PGA kennarinn ber nafnið Paul Stroller og er nýlega þekktur í klúbbnum fyrir mikla auglýsingagirni. Og sem dæmi getum við sagt frá því í Carlsberg mótinu sem haldið var 23. apríl, þá tók hann sig til og heftaði hann miða á öll skorkort þar sem á stóð : “GS hefur fengið nýjan PGA kennara. Pantaðu tíma strax, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.”.
Félagar í golfklúbbnum hafa aldrei verið fleiri og eru þeir á bilinu 400-500 talsins og fjölgar enn.
Bergvíkin fræga er einhvað sem allir íslenskir golfarar ættu að spila allavegana 1x á ferlinum. Þessi hola er ein sú fallegasta sem hefur sést hér á landi þegar sumarmánuðirnir standa sem hæst.
Ég ætla að vona að þið hafið fræðst einhvað um völlinn og ég hvet alla til þess að kíkja á þennan æðislega völl og eiga góðan dag í sumar.