Nú ætla ég aðeins að fara yfir það sem er að fara að koma- og er nýkomið á markað frá helstu kylfuframleiðendum:
Ping:
Ping hafa verið að taka það rólega nú síðastliðið. Það nýjasta frá þeim er Ping Tour fleygjárnin, en þau eiga víst að framkvæma meiri spuna og fyrirgefa meira.
Ping menn hafa enga ástæðu að svo stöddu að framleiða ný járn. G2 járnin þeirra seljast eins og heitar lummur, enda eru þau búin að fá góða dóma í vinsælustu golfblöðum heims t.d. Golf Digest.
G2 dræverinn og brautartrén eru líka að gera það gott. Dræverinn fyrirgefur víst allsvakalega og á maður víst að lengja sig og vera nákvæmari.
Titleist:
Titleist eru að koma með alveg glænýjan Driver sem heitir 905T OG 905S Pro. Með 905T á maður víst að fá gott boltaflug, með litlum spuna og miklu rúlli, en 905S Pro er víst svipaður að mestu leyti, fyrir utan það að boltaflugið er aðeins lægra. Er 905 S Pro fyrir þá sem slá ekki mjög langt og ónákvæma. Eiga þessir dræverar að kosta u.þ.b. 500 dollara.
Hægt verður að fá dræverana í 7.5°, 8.5°, 9.5°, 10.5°, 11.5° gráðum.
Einnig er Titleist að koma með á markað nýtt brautartré, 904F sem er með nýja tækni
( CG ), en það á víst að láta blotann fljúga svokallað “ Stinger “ boltaflug eins og ég kalla það þ.e. boltaflugið er mjög ákveðið ef svo að orði megi komast. Kostar svona gripur með stálskaft um 200 dollara en grafít í kringum 300 dollara.
Scotty Cameron er að koma með nýjan pútter á markað, en hann heitir Titleist Futura-Phantom, en hann á víst að vera með mjög gott jafnvægi og góðu inserti.
Síðast en ekki síst er að koma nýjir og endurbættur ProV1 og ProV1x boltar.
Taylor Made:
Taylor Made er að koma gríðarlega sterkt inn. Nýji R7 Quad dræverinn þeirra rýkur út, sem og R5, en Taylor Made R7 Quad og R5 Quad voru í fyrsta og öðru sæti yfir bestu dræverana í dag samkvæmt Golf Digest.
Einnig eru nýju járnin þeirra CGB, HT, TP, LT og OS ( einkum Taylor Made LT ) að koma gríðarlega sterk inn, en LT gerðin er búin að fá frábæra dóma, en þau eiga víst að láta mann slá mjög ákveðið, jafnvægið gott og fyrirgefningin alveg frábær. Fengu þessi járn ( LT ) t.d. 89 af 100 hjá Golf International um daginn, sem þykir einstakur árangur.
Nike Golf:
Það er þrennt sem er að koma nýtt á markaðinn en það er T60 brautartrén, Nike Pro Combo utility hybrid járnin og TW fleygjárnin, en fleygjárnin eiga að vera með stóran sweespot og “ bounce “ loftið á þeim er minna þ.e. boltinn rúllar ekki eins mikið.
Ben Hogan:
Ben Hogan er sífellt að ryðja sér æ meira inn á markaðinn. Það nýjasta frá þeim er C-S3 dræverinn, en það er hægt að stilla hann eins og Taylor Made R7 Quad.
Er Hogan líka að koma með á markað C-455 brautartré, en það á víst að veita stöðugleika í spilið og meiri tilfinningu, sem og lengd og nákvæmni.
Fleygjárnin eru að koma sterk inn hjá þeim, en þeir eru með fjórar mismunandi gerðir. Þær eru: Carnoustie, Colonial, Riviera og Sure-Out
Callaway:
Callaway ætlar að taka það rólega núna á næstunni. Það er tvennt sem þeir eru að koma með nýtt. Það eru X-18 járnkylfurnar og Forged+ fleygjárnin.
X-18 eiga víst að veit meiri nákvæmi og það er mjög þægilegt að slá með þeim. Veita mikla fyrirgefningu ( S2H2 system ) og minnka líkur á slæmu höggi.
Forged+ fleygjárnin er Pro gerðin hjá Callaway, veitir meiri völd yfir boltaspuna, sem og minna rúll og meiri fyrirgefning.
Mizuno:
Mizuno er að koma aftur inn í samkeppnina meðal stærstu framleiðendana eftir nokkurt hlé. Eru þeir að koma með á markað þónokkuð af járnum t.d. MX-23 ( sem er búið að fá góða dóma ), MP-33 og MP-37TM.
Síðan er nýji dræverinn að koma sterkur inn, en hann heitir MP-001 og er hausinn risastór eða 460cc. Hann gerir kylfingum kleift að stjórna boltafluginu betur og góð tilfinning er í kylfunni.
Vonandi nýtist þetta innlegg kylfingum sem eru í hug að kaupa sér nýjar kylfur fyrir sumarið.
Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.