Ég ákvað að byrja á Bobby Jones, besta áhugamanni í sögu golfsins og örugglega einn af bestu kylfingum frá upphafi.
Bobby er fæddur 17 mars 1902 í Atlanta, Georgíu og hét fullu nafni Robert Tyre Jones jr. Hann var einkasonur Robert P. Jones ofursta. Hann var mikið veikur sem barn og gat ekki borðað fasta fæðu fyrr en um 5 ára aldur. Þegar hann varð 6 ára gamall flutti fjölskyldan hans í lítið sumarheimili, ekki lang frá East Lake country Club golfvellinum í Georgíu, og þá tók hann að ná góðum bata og byrjaði að stunda íþróttir eins og golf og hafnarbolta.
Fljótlega eftir það fór hann að sýna gríðarlega hæfileika í golfi strax í byrjun. Hans fyrsta golfkylfa sem var frekar frumstæð útgáfa af 1 járni eins og við þekkjum það í dag. Þrátt fyrir að haf byrjað svona snemma að stunda golf þá sótti hann aldrei neina kennslu hjá kennara heldur tók hann uppá því að herma eftir sveiflu yfirkennarans á East Lake vellinum, Stewart Maiden, og með því að elta Maiden og fylgjast með honum og öðrum klúbbmeðlinum spila þá þróaði Bobby þessa glæsilegu sveiflu sem að síðar varð vörumerki hans.
Studdur dyggilega af föður sínu fór Bobby að keppa í mótum og 6 ára gamall vann hann sitt fyrsta mót þegar hann spilaði á móti 3 öðrum krökkum á East Lake vellinum og 9 ára gamall sigraði hann á Atlanta athletic junior mótinu þar sem hann sigraði 16 ára gamlan mótherja. 13 ára gamall sigraði hann á móti í Birmingham, Alabama og 14 ára sigraði hann East Lake invitational og síðar það ár sigraði hann Gergia Amateur með því að leggja besta vin sinn, Perry Adair. Faðir Adairs hafði fyrir mótið ákveðið að fara með son sinn á U.S Amateur sem haldið var á Merion Cricket club í Ardmore, Pennsylvaníu. Með leyfi foreldra Bobbys ákvað tók hann Bobby með og þar varð Bobby yngsti þáttakandi sem unnið hefur sér inn þáttökurétt og spilað í U.S Amateur Championship. Þrátt fyrir að hafa ekki sigrað, náði hann samt að sigra Eben Byers, sem að sigraði þetta mót 1906, og Frank Dyer sem að sigrað hafði Pennsylvania Championship. En hann tapaði svo fyrir Bob Gardner, sigurvegarann frá því árinu áður. Eftir það varð Bobby Jones á allra vörum og varð þekktur undir nafninu The “new kid from Dixie”.
Því miður þá varð skjótur frami Bobby´s og væntingar almennings, sem því því fylgdi, meira byrði heldur en blessun og almenningur fór að setja meiri pressu á að hann ynni öllu mót. Þessi pressa fylgdi honum allann hans golf feril. Þrátt fyrir að hafa spilað af jafn mikilli leikni og aðrir þá var Bobby ennþá bara strákur og átti markt eftir ólært um sjálfan sig áður en hann gat fyrir að einbeitta sér að golfinu. Bobby var með fullkomnunaráráttu og setti gríðarlega pressu á sjálfan sig og átti það til að missa 7-10 kíló þegar álagið var sem mest. Hann þótti einnig mjög skapmikill og dró það orðspor hann niður, líklega niður að hans lægsta punkti á ferlinum sem kylfingur, á Opna Breska meistaramótinu árið 1921 á St. Andrews Old Course.
Bobby var þá 19 ára gamall og var í sinni fyrstu heimsókn til Stóra-Bretlands. Hann ferðaðist með óformlegu liði Ameríkana sem að ætluðu að keppa við Breska mótherja sína í móti sem síðar varð Walker Cup matches næstu árin á eftir. Þessi ferð gaf Ameríkönum færi á að spila í 2 Breskum stórmótum, the Amateur og Open Championships. Eftir að hafa tapað í fjórðu umferð á The British Amateur á Royal Liverpool, kom Bobby á St. Andrews og hataði hann strax völlinn. Þátt fyrir að hafa spilað ekkert sérlega vel þá leiddi Bobby mótið eftir 2 hringi en á þriðja hring spilaði hann skelfilega spilaði fyrstu 9 holurnar á 46 höggum. Á 10 holu, sem að er par 4, fékk hann tvöfaldan skolla(Double Bogey) og á 11 holu par 3 þá sló hann í breiða glombu(Strath bunker) og á endanum tók hann kúluna upp á þess að klára holuna og dró sig úr mótinu. Og setti þetta svartan blett á ferill hans sem kylfingur. En þarna varð algjör viðsnúningur fyrir hin unga Bobby sem síðar varð einn besti kylfingur golfsögunar.
Næstu árin á eftir þroskaðist Bobby mjög, bæði sem kylfingur og sem persóna, og þróaði þannig þann karakter sem þurfti til að vinna sitt fyrsta “alvöru” mót. Á U.S Open árið 1923 sem haldið var á Inwood Country Club í New York, hafði Bobby 3 högga forystu fyrir síðasta hring. Samt sem áður hvarf sú forysta þegar hann spilaði 3 síðustu holurnar á þremur yfir pari(bogey, bogey, bogey). Bobby varð svo að spila 18 holu bráðabana við mann að nafni Bobby Cruickshank og hafði Bobby Jones betur á 18 holu með undraverðu höggi af 200 metra færi. Þetta var hans fyrsti stóri titill og ekki sá síðasti. Á árunum 1923 – 1930 sigraði Bobby 13 af 21 á stóru mótunum sem að hann tók þátt í. Hann hafði það mikla yfirburði á þessum tíma að hans helstu andstæðingar, Walter Hagen og Gene Sarazen, unnu ekki mót, hvorki í BNA né Bretlandi, sem að Bobby Jones tók þátt í.
Bobby er eini áhugamaðurinn sem unnið hefur bæði U.S Open og British Open sama árið. Og árið 1930 afrekaði hann svo það sem enginn hefur áður afrekað í golfsögunni þegar hann sigraði á öllum stóru mótunum á sama árinu(Grand-Slam). Og mánuði seinna sjokkeraði hann golfheiminn þegar hann tilkynnti það að hann hafi lagt settið á hilluna og væri hættur að spila golf, aðeins 28 ára að aldri.
Það sem gerir afrek Bobby Jones ennþá mikilfenglegri er að hann spilaði aldrei meira en venjulegur “helgarspilari” gerir að meðaltali á ári eða um 80 hringi. Hann eyddi líka aldrei meira en þremur mánuðum á ári í að ferðast og spila í mótum, þá spilaði hann eiginlega bara í Landsmótum(National Championships). En þrátt fyrir að spila ekki oftar þá hélt Bobby samt áfram að hafa einhver afskipti af golfi t.d. með gerð á golfmyndböndum, í samstarfi við Warner Brother, sem urðu þekkt undir nafninu How I play golf, einnig tók hann að sér að hann golfvelli og var eitthvað að dútla við kennslu. Hann hannaði einnig kylfur í samstarfi við Spalding og báru þær kylfur nafn hans í nær 40 ár og vöru mjög vinsælar í jafnlangan tíma.
Margir segja að stærsta afrek Bobby Jones á golfsviðinu hafi verið hönnuninn á Augusta National sem að ennþá daginn í dag er talinn einn af bestu golfvöllum heimsins, Augusta völlurinn var tekinn í notkun 1933 og er eingöngu notaður fyrir Masters mótið sem að er eitt af risa mótunum fjórum sem haldin eru ár hvert.
Árið 1942, þegar hann var 40 ára, var hann skipaður foringi í Bandarísku flughernum, sem taka átti þátt stríðinu. Hann var svo seinna í Leyniþjónustu flughersins og var þar yfirmaður en seinna var sveit hans breytt í fótgönguliða sem að tóku þátt í árásini á Normandy en eftir að hafa settið undir látlausri skothríð í 2 daga, eytti hann næstu mánuðum í Evrópu áður en hann sneri heim sem flokksofursti.
Árið 1948 háði Jones erfiðustu baráttu lífs síns þegar hann greindist með beinvöxt í þrem háls og hryggjaliðum. Hann var seinna greindur með Syringomyelia(veit ekki alveg hvað íslenskt heiti á sjúkdómnum er), sem að er sjaldgæfur sjúkdómur í miðtaugakerfinu. Í byrjun þurfti Bobby að notast við staf en síðar þurfti hann á sérstökum fótaspelkum að halda en hann endaði svo í hjólastól. Í fyrstu sýn þá líta örlög hans út fyrir að hafa verið grimm kaldhæðni þar sem að höfundur einhverrar fallegustu og fullkomnustu sveiflu golfsins skuli enda ævi sína lamaður í hjólastól. En þeir sem að hann þekktu voru því ósammála. Þrátt fyrir að vera þekktur nær eingöngu fyrir mikla yfirburði í golfíþróttini, þá var eini mælikvarðinn á Bobby Jones hans karakter.
18. Desember 1971 hættu allir kylfingar á St. Andrews að spila á meðan fánastöngin fyrir framann klúbbhúsið var dregin í hálfa stöng. Hinn goðsagnakenndi Bobby Jones var látinn, 69 ára að aldri.
Hversu góður kylfingur var Bobby Jones? Í mörg ár hefur fólk velt því fyrir sér hvort hann sé besti kylfingur golfsögurnar. Breski golfblaðamaðurinn Pad Ward-Thomas sagði þetta um Jones: Enginn maður getur gert betur en að vinna og Bobby vann oftar og á styttri tíma en nokkur maður hefur gert og hlýtur þar af leiðandi að vera kylfingur sem uppi hefur verið!
Þetta er lausleg þýðing uppúr ævisögu Bobby Jones á heimasíðuni www.bobbyjones.com sem að er tileinkuð honum og hans mögnuðu ævi!
´
Næst ætla ég að skrifa grein um Walter Hagen, sem að einnig var frábær kylfingur og setti mark sitt á golfsöguna.
!