Hver á nú eftir að verða sá besti á þessu ári. Tiger hefur byrjað gríðarlega vel, Appleby byrjaði einnig með látum, og sagt hefur að hann hafi aldrei verið í eins formi. Vijay er nú alltaf í baráttunni og Ernie líka.
Ég held að þetta verði jöfn barátta. Tiger á eftir að komast aftur á efsta sæti heimslistans, ekki spurning. En hvenær, það þori ég ekki að giska á.

Með Íslensku kylfingana, þá held ég að Birgir Leifur, því miður komist aldrei á evrópsku mótaröðina. En auðvitað, þá vona ég það.

Ég hef verið að hugsa undanfarið, hvort golfið sé ekki orðið hálfgert “svindl”. Golfkylfurnar, boltarnir, og allt golfdót er búið að breyta golfinu heilmikið. Að slá 300 yarda var nú algjört draumahögg fyrir nokkrum árum. Núna, er það svona högg sem eru “ásættanleg”, Bull.



Þið, menn hérna á þessu áhugamáli verða að fara að skrifa eitthvað. Ég er næstum hættur að koma inná það og sjá hvað er í gangi

-siggi