Tiger Woods sigraði á Target World golfmótinu sem lauk í Kaliforníu í gær en um var að ræða boðsmót þar sem 16 kylfingar tóku þátt. Bandaríkjamaðurinn lék lokahringinn á 66 höggum og var tveimur höggum betri en Írinn Paidraig Harrington sem lék einnig á 5 undir pari í gær eða 66 höggum. Woods var samtals á 16 höggum undir pari og fékk hann um 80 millj. kr. fyrir sigurinn en hann valdi að láta féð renna í sjóð sem hann setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum og verða peningarnir notaðir til góðgerðamála.
Skotinn Colin Montgomerie var með tveggja högga forskot er lokadagurinn hófst en hann lék á pari síðasta daginn og var einu höggi á eftir Harrington ásamt Jay Haas.
Þetta er annað höggleiksmótið sem Woods vinnur á þessu tímabili en hann vann Dunlop Phoenix mótið sem fram fór í Japan í síðasta mánuði.
Mér líður vel með sveifluna mína og ég gat sett boltan þangað sem ég ætlaði honum að fara. Það eina sem ekki gekk upp var að ég get púttað mun betur, en mótið var spennandi á lokakaflanum. Ég taldi að ég þyrfti að vera 3-4 undir eftir 9 holur til þess að eiga möguleika í Montgomerie en ég vissi ekki að Harrington var að leika vel,
sagði Woods við Sky-sjónvarpsstöðina eftir mótið. En hann hiti allar flatir nema eina í tilætluðum höggafjölda og hitti allar brautir nema tvær í upphafshöggum sínum á lokadeginum.
Harrington sagði að hann væri til í að taka þátt í fleiri mótum í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins.
Ég ætla að taka þátt í fleiri mótum í mars, apríl, maí og júní í Bandaríkjunum. Líklega verða það 6-7 til viðbótar miðað við þau mót sem ég tók þátt í á þessu ári á PGA-mótaröðini.Ég tel að ég hafi ekki verið í nægjanlega góðri leikæfingu á þesum tímapunkti og ég verð að breyta því á næsta ári,sagði Harrington.
Lokastaðan var svona í enda móts
268 Tiger Woods (67 66 69 66)
270 Padraig Harrington (Írl.) (68 69 67 66)
271 Colin Montgomerie (Sko.) (67 66 67 71), Jay Haas (69 66 67 69)
273 Miguel Angel Jimenez (Spá) (68 69 66 70)
276 Jim Furyk (67 68 67 74)
278 Stewart Cink (70 69 69 70)
279 Fred Couples (68 70 71 70), Vijay Singh (Fij.) (74 69 68 68)
280 Chad Campbell (70 68 69 73)
281 Chris DiMarco (69 67 70 75)
282 John Daly (73 69 75 65), Davis Love III (70 66 74 72)
284 Kenny Perry (73 73 69 69)
PS. heimildir feingnar á mbl
(stafsetningvillur afsakast)