Ok, ég vill byrja á að mér finnst Básar virkilega flott æfingasvæði og það er frábært að æfa þarna…. en, nú hef ég lent þrisvar í því að mæta þangað á svokölluðum opnunartíma og það hefur verið lokað!!! Ég hringdi í dag og spurði hvernig væri opið í dag og það var sagt mér að það væri opið til 22 nema það kæmi bylur. Svo að ég dreif börnin í háttinn snemma og brunaði upp á svæði með tilhlökkun og hugsaði með mér hvað það væri frábært að geta æft sig úti á veturna, meira að segja í snjó. En þegar ég nálgaðist þá sá ég að það voru öll ljós slökkt… einu sinni en. Hvílíkt endemis RUGL!!!!

Um daginn fór ég með félögum mínum á og við mættum starfsmanni á leiðinni út, búinn að loka 2 tímum fyrir lokunartíman og við spurðum hversvegna hann væri að loka svona snemma, hann svaraði því að það væri búið að vera lítið að gera. Ok ef það á að vera opið þarna bara nákvæmlega þegar starfsmanni bása hentar þá á ekki að gefa upp einhvern ákveðinn opnunartíma og láta mann dröslast þessar fíluferðir dag eftir dag. Mér finnst þetta æfingasvæði sem manni fannst aðalega sniðugt vegna þessa að það væri opið á veturna vera búið að missa marks ef það á svo aldrei að vera opið nema það sé brjálað að gera, það er spurning um að hugsa aðeins um kúnnann en ekki bara innkomu svæðisins.

Það er mín skoðun að það þarf að gera eitthvað í þessum málum hið snarasta. Allavega ekki gefa upp einhvern opnunartíma sem stenst ekki!