Nær Vijay efsta sæti heimslistans ? Í kvöld og í nótt mun fara fram söguleg barátta á PGA mótaröðinni þar sem að þeir Vijay Singh og Tiger Woods munu berjast um sigurinn í lokaholli The Deutsche Bank Championship í Boston.

Lengi hefur verið beðið eftir þessum bardaga þar sem að Vijay Singh hefur verið sjóðheitur undanfarin 2 ár á meðan að Tiger Woods hefur ekki sýnt sitt besta en samt haldið efsta sæti heimslistans. Nú getur orðið þar breyting á.

Vijay Singh er langefstur á PGA Tour peningalistanum og er nánast öruggur um að vera valinn leikmaður ársins á PGA Tour. En hann gæti aðeins verið 18 holum frá enn stærri verðlaunum sem eru efsta sæti heimslistans.

Fiji búinn Vijay Sing leiðir mótið með þremur höggum og er á samtals -14 undir pari. Tölfræðin er hliðholl Sing. Í átta síðustu mótum þar sem hann hefur leitt fyrir lokahring hefur hann ávalt sigrað. Tiger Woods hefur átta sinnum á ferlinum unnið mót þegar hann byrjar lokadaginn ekki sem leiðtogi en ekki síðan 2001.

Staðan fyrir síðasta hring hjá Vijay er mjög einföld. Ef hann sigrar á mótinu (sinn sjötta titil á árinu) þá mun hann enda yfirburði Tiger Woods á heimslistanum sem staðið hafa samfleytt í 264 vikur eða í rétt yfir fimm ár! Jafnvel þó að hvorugur þeirra vinni og Singh endar ofar en Tiger færist hann í efsta sætið.

Svona er staðan fyrir lokahringinn:

1 Vijay Singh -14 68 63 68 - 199
2 Tiger Woods -11 65 68 69 - 202
3 Bill Haas -9 69 64 71 - 204
4 Shigeki Maruyama -8 68 66 71 - 205
T5 Jay Williamson -7 68 68 70 - 206
T5 Adam Scott -7 69 67 70 - 206
T7 Daniel Chopra -6 68 69 70 - 207
T7 Hank Kuehne -6 68 68 71 - 207
T9 Ryan Palmer -5 65 69 74 - 208
T9 John Rollins -5 67 66 75 - 208
——————-