Í FYRSTA LAGI!
Í þau fáu skipti sem ég kíki á áhugamálið: golf hér á huga.is hef ég lesið um hugmyndir þeirra sem stunda þetta áhugamál: golf. Margt af því er mjög gott, þó ég ætli ekki að endurtaka það hér. En eins og greinarnar eru margar eru gæði þeirra misjafnar. Sumir eru góðir pennar, svo ég noti þann gamla frasa þó við notum nýtískulegri tæki og tól í dag, og er gaman að lesa þær greinar. Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé gott að setja niður þær reglur sem þarf að hafa í huga við greinarskrif og þær reglur sem stjórnandi eða stjórnendur áhugamálsins þurfa að fara eftir. Af hverju er ég að nefna þetta hér. Jú ég lenti í því fyrir þó nokkru síðan að senda inn grein. Ég vann þessa grein í tvo daga með því að afla mér heimildir og auk þess sem ég skrifaði hana út, prentaði og reyndi að taka hana aðeins til áður en ég myndi senda hana inn á áhugamálið: golf á huga.is. Síðan sendi ég þessa grein inn og taldi að ég hefði gert þetta sómasamlega. Ég gerði það í endirinn á grein minni að nefna þær heimildir sem ég hafði fyrir því sem ég skrifaði. En svo taldi ég ætti að gera eins og aðrir sem fá heimildir frá öðrum. Nú næst þegar ég kíki inn á áhugamálið: golf þá er skilaboð til mín frá einum stjórnanda áhugamálsins. Þar var mér tjáð að grein minni væri hafnað. Ástæðurnar voru að greinin var ekki tilfinningalega löng eftir því sem stjórnandinn gaf upp. Ég man ekki hvað hann sagði um heimildir mínar í greininni en hann nefndi það eitthvað líka. Svo líður smá tími. Þegar ég kíki svo inn á vefinn er grein eftir viðkomandi stjórnanda áhugamálsins sem sendi mér skilaboðin um að mín gein væri hafnað. Svona að gamni mínu tók ég afrit af hans grein, man reyndar ekki orðafjöldann í þeirri grein, bar saman við mína grein sem ég átti þá. Kom það þá á daginn að þær voru svipaðar að lengd. Því hefur regla stjórnanda um tilfinningalega lengd eitthvað hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Því vildi ég nefna þetta með því að setja reglurnar á áhugamálið svo við sem viljum skrifa greinar getum farið eftir því og vitað það að eftir þeim verði farið en ekki eftir dyntum í einum stjórnanda í það og þetta skiptið.
Í ÖÐRU LAGI!
Það hefur verið talað um forgjafarmálin á www.golf.is sem er réttlætanlegt að ræða um. Umræður eru af því góða og því fanga ég því þegar menn tjá sig um hin ýmsu mál á þeim vef. Það er nú svo að oft vill verða þannig að við sem stundum golf erum með mismunandi dagsform á okkur þegar við spilum golf. Stundum gengur okkur vel og við fáum slatta af punktum umfram þessa 36 sem þarf til að lækka sig. Ég segi það af eigin reynslu að þegar ég lækkaði mig verulega í forgjöf þá náði ég ekki að spila á minni forgjöf í næsta móti eða næstu mótum. Það var vegna þess að ég var að venjast nýju forgjöfinni minni og átta mig á því að ég fengi færri forgjafarhögg en áður. Einnig þýddi það að ég þurfti að fara að spila meira af skinsemi og gera áætlanir um það hvernig ég ætlaði að spila viðkomandi holu og setja mér markmið um það hve marga punkta væri ásættanlegt að fá. Stundum tókst þetta, stundum ekki. Einnig fór ég að átta mig á því að ég þyrfti að æfa meira og leggja meiri áherslu á það að æfa stutta spilið sem er mjög mikilvægt að hafa í lagi. En ég held að menn horfi meira í það að slá 250 metra upphafshögg heldur en vipp af 30 metra færi sem telur jafn mikið og upphafshöggið. Einnig held ég að þegar kylfingar lækka sig vel í forgjöf að þá fá margir af þeim sjokk yfir draumahringnum sínum og nái ekki að komast á jörðina strax. Því miður þá fékk ég svona sjokk eftir einn draumahring minn og náði ekki að komast á jörðina það sumarið. Því tel ég í dag að það sé best að lækka sig lítið í forgjöf heldur en mikið. Þegar ég lækka mig lítið í forgjöf minni á ég betur með að ráða við það að spila á minni forgjöf og golfið mitt verður stöðugra. Gæti þetta ekki átt við aðra líka?
Í ÞRIÐJA LAGI!
Ég fagna því mjög að aðstaða kylfinga til að æfa sig yfir veturinn hefur stórbatnað og þó einkum á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis með komu sporthússins og Bása hjá golfklúbbi Reykjavíkur. Því miður er það nú svo að æfingarsvæðin sem kylfingum er boðið uppá fyrir utan höfuðborgarsvæðið er mismunandi og þar mættu golfklúbbarnir bæta sig þar verulega. Því ef það er ekki gert getur það orðið þannig að hnignun muni eiga sér stað í klúbbunum úti á landi og kylfingar þaðan nái ekki eins góðum árangri og ella, auk þess sem þetta getur orðið til þess að fækkun verði í viðkomandi klúbbi. Gaman væri að fá umræðu um þetta.
Í FJÓRÐA LAGI!
Að lokum langar mig til að minna ykkur á það að allir geta spilað golf saman. Burtséð hvort viðkomandi kylfingur sé með 2.7 í forgjöf, 22.4 33.3 eða 36.0. Forgjöfin jafnar þetta þegar menn spila saman. Munum eftir því að bjóða þeim sem eru einir að spila með ykkur því golf á að vera skemmtilegt og vinalegt. Látum golfið vera yfir það hafið að menn séu þannig að þeir geti ekki spilað nema með Gussa og Gubba en ekki með Jóni og Hannesi. Það á ekki að líðast í þessari merkilegu íþrótt að menn hagi sér svona að sniðganga aðra bara af því að þeir séu ekki viðkomandi þóknanlegir. Að lokum skulum við minnast þess a golf er leikur og leikur á að vera skemmtilegur.