Björgvin varði Íslandsmeistaratitil sinn
Björgvin Sigurbergsson úr golfklúbbnum Keili varði í dag Íslandsmeistaratitil sinn á Landsmótinu í golfi á Akureyri. Björgvin lauk keppni laust eftir klukkan 19 í kvöld á pari vallarins eftir fjóra hringi, eða 72 holur. heimamaðurinn Ingvar Karl Hermannsson varð annar á þremur höggum fyrir pari. Þeir Ólafur Már Sigurðsson, GK, og Þorsteinn Hallgrímsson, GV, þurfa að leika umspil um þriðja sætið, því þeir voru jafnir á 5 höggum yfir pari.