Jæja þá er komið að því
Masterinn er að far í gang á fimmtudaginn kemur og gaman verður að sjá hver fer með sigur af hólmi þetta árið. Það verður nú hverr Íslendingur að halda með nýju stjörnunni á Evróðutúrnum Pierre Fulke, þar sem hann er þjálfaður af Staffa Johanson landsliðsþjálfara, við vonandi sjáum svo Bigga Leif þarna fljótlega. Annars er Tigerinn sterkur um þessar mundir eftir slæma byrjun í ár og hefur tekið síðustu tvö mót með pompi og prakt. Duval hefur átt við meiðsli að stríða en ég veit ekki hvernig ástandið á honum er núna. Annars má búast við hörkukeppni, og sem fyrr er það sjónvarpsstöðin Sýn sem heldur uppi veg og virðingu golfsins á Íslandi með beinni útsendingu frá meiriparti mótsins. Eigið góða helgi
Quadro