Magnús Lárusson SHOOT-OUT meistari 2004 Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Kili sigraði Örn Ævar Hjartarson á lokaholunni í DHL Shootout mótinu sem fram fór á Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi í dag. Fyrst léku kylfingarnir tíu sem tóku þátt í mótinu níu holu höggleik um morguninn og eftir hann var raðað upp hverjir léku gegn hverjum.

Þátttakendur í mótinu voru þau: Ragnhildur Sigurðardóttir SHOOT- OUT meistari 2003, Ólafur B. Loftsson klúbbmeistari NK 2004, Sigurpáll Geir Sveinsson klúbbmeistari GA 2004, Björgvin Sigurbergsson klúbbmeistari GK 2004, Örn Ævar Hjartarson klúbbmeistari GS 2004, Birgir Leifur Hafþórsson Íslands- og klúbbmeistari GKG 2004, Ólöf María Jónsdóttir Íslandsmeistari 2004, Stefán Már Stefánsson klúbbmeistari GR 2004, Magnús Lárusson klúbbmeistari GKJ 2004 og Heiðar Davíð Bragason GKJ Spánskur og velskur holukeppnismeistari 2004.

Björgvin Sigurbergsson lék best allra í höggleiknum um morguninn og kom hann inn á 32 höggum, Heiðar Davíð og Örn Ævar urðu jafnir á 33 höggum.

Ragnhildur sem sigraði á mótinu í fyrra féll úr leik á 2. holu.

Í kvöld verður sýndur þáttur um mótið á RÚV.

Tekið af www.mbl.is/sport/golf