Eins og undanfarin ár þá stóð Golfverslun Nevada Bob fyrir talningu á búnaði keppenda á Landsmótinu í golfi. Að þessu sinni töldum við drivera, járnasett, púttera og bolta. Niðurstöðuna má sjá hér að neðan. Þess má geta að alls voru 112 keppendur skráðir til leiks en 106 mættu á teig og hófu leik. Tölur innan sviga eru tölur frá landsmótinu í Vestmannaeyjum 2003.
Driverar:
41% Titleist (26%)
16% Ping (16%)
13% Callaway (17%)
12% Taylor Made (14%)
5% Cleveland (n/a)
4% Ram (5%)
9% Önnur merki (alls 5 merki)
Titleist er sigurvegarinn í þessum hóp. Titleist fer úr 26% upp í 41% frá því á síðasta ári og ljóst að þessi driver er mjög vinsæll hjá afrekskylfingum þetta árið. Cleveland er nýtt merki á listanum þetta árið.
Járnasett:
33% Ping (21%)
21% Titleist (25%)
11% Callaway (11%)
8% Taylor Made (5%)
5% Adams (6%)
5% Cleveland (9%)
17% Önnur merki (alls 8 merki)
Hér er það Ping sem eykur verulega við sig frá síðasta ári og verður því að teljast sigurvegarinn í járnasettum.
Pútterar:
41% Odyssey (50%)
33% Ping (25%)
14% Titleist (11%)
5% YES (n/a)
7% Önnur merki (alls 6 merki)
Hér dregur Ping á Odyssey en nær þó ekki að ógna fyrsta sætinu. Yes er nýtt merki á listanum frá því á síðasta ári.
Boltar:
83% Titleist (72%)
6% Srixon (n/a)
4% Callaway (12%)
4% Preceipt (n/a)
3% Önnur merki (alls 2 merki)
Hér undirstrikar Titleist enn og aftur yfirburði sína í vinsældum. Srixon og Preceipt eru ný merki á listanum þetta árið.
Tekið af www.nevadabob.is