Nú er lokið tveimur hringjum á US OPEN sem haldið er á Shinnecock Hills vellinum í New York. Þess má geta að Sýn er með beina útsendingu frá mótinu.

Eftir tvo hringi er staða efstu manna svona:

1 Shigeki Maruyama 66 68 134
1 Phil Mickelson 68 66 134
3 Jeff Maggert 68 67 135
4 Fred Funk 70 66 136
4 Retief Goosen 70 66 136
6 Angel Cabrera 66 71 137
6 Ernie Els 70 67 137
8 Corey Pavin 67 71 138
8 Vijay Singh 68 70 138
10 Trevor Immelman 69 70 139
10 Mike Weir 69 70 139
12 Stephen Ames 74 66 140
12 Sergio Garcia 72 68 140
12 Jay Haas 66 74 140
12 Billy Mayfair 70 70 140
12 Pat Perez 73 67 140
12 Kevin Stadler 68 68 136
18 Daniel Chopra 73 68 141
18 Tim Herron 75 66 141
18 David Roesch 68 73 141
18 Kirk Triplett 71 70 141
18 Tiger Woods 72 69 141

Augu flestra beinast að Phil Mickelson sem fyrr á þessu ári vann sitt fyrsta risamót og gæti bætt öðru í safnið ef hann heldur áfram á sömu braut. Phil Mickelson virkar í góðu formi og er að spila jafnt og þétt, hefur aðeins fengið einn skolla ásamt 7 fuglum og 28 pörum. Phil hefur hitt 29 af 36 grínum og er með samtals 59 pútt.

Einnig hafa þeir Ernie Els og Vijay Singh vakið athygli fyrir góða spilamennsku og þykja líklegir að bæta sig frekar.

Talið er að veðrið muni versna næstu tvo daga og leikið verði í hvassviðri.

Framundan eru tveir æsispennandi dagar. Tiger Woods er ekki langt undan né Sergio Garcia, Retief Goosen, Ernie Els og Vijay Singh sem allir kunna að vinna risatitil.
——————-