Hér að neðan eru hugmyndir sem ég dritaði niður á nokkrum mínútum og sendi inn þegar fjallað var um þetta fyrir 3 mánuðum:
1. Setja inn “Kylfingur vikunnar” þar sem hann kynnir sig og sitt golf (t.d. hvað er í pokanum).
2. Opna svæði fyrir fræknar golfsögur, allir luma á einhverju skemmtilegu.
3. Vanda valið á könnunum og hætta að samþykkja kannanir frá stigahórum. Heimskar kannanir skemma bara fyrir.
4. Bæta við fleiri korkum (t.d. Erlend golfmót).
5. Halda kappræður milli tveggja aðila einu sinni í mánuði þar sem einn er á móti og hinn meðfylgjandi, t.d. þróun golfkylfa. Síðan er kosið hvor færði betri rök.
6. Bæta við leikjum, t.d. tippa á úrslit golfmóta (halda stigakeppni með verðlaunum).
7. Kjósa spjallara vikunnar/mánaðarins.
8. Verðlauna góðar greinar og hafa grein vikunnar/mánaðarins á sérstökum stað.
9. Vera með fleiri en eina könnun í gangi í einu.
10.Henda út “ruslpóstum”.
Endilega sendið inn allar hugmyndir sem þið hafið eða komið með aðrar ábendingar sem gætu gert /golf betra…
——————-