Fyrir rúmum 3 mánuðum var verið að fjalla um hvað vantaði á þetta spjall. Nú þegar golfvertíðin er að hefjast og aðsóknin að lagast þá finnst mér vel við hæfi að óska eftir að stjórnendur taki sig til og geri einhvað fyrir áhugamálið.

Hér að neðan eru hugmyndir sem ég dritaði niður á nokkrum mínútum og sendi inn þegar fjallað var um þetta fyrir 3 mánuðum:

1. Setja inn “Kylfingur vikunnar” þar sem hann kynnir sig og sitt golf (t.d. hvað er í pokanum).
2. Opna svæði fyrir fræknar golfsögur, allir luma á einhverju skemmtilegu.
3. Vanda valið á könnunum og hætta að samþykkja kannanir frá stigahórum. Heimskar kannanir skemma bara fyrir.
4. Bæta við fleiri korkum (t.d. Erlend golfmót).
5. Halda kappræður milli tveggja aðila einu sinni í mánuði þar sem einn er á móti og hinn meðfylgjandi, t.d. þróun golfkylfa. Síðan er kosið hvor færði betri rök.
6. Bæta við leikjum, t.d. tippa á úrslit golfmóta (halda stigakeppni með verðlaunum).
7. Kjósa spjallara vikunnar/mánaðarins.
8. Verðlauna góðar greinar og hafa grein vikunnar/mánaðarins á sérstökum stað.
9. Vera með fleiri en eina könnun í gangi í einu.
10.Henda út “ruslpóstum”.

Endilega sendið inn allar hugmyndir sem þið hafið eða komið með aðrar ábendingar sem gætu gert /golf betra…
——————-